Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Kirkjan á að vera í sókn

Kirkjuþing var sett í Grensáskirkju í morgun. Setningarathöfnin hófst með stuttri bænastund sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leiddi. Þvínæst fluttu Magnús E. Kristjánsson, forseti kirkjuþings, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ávörp.

Magnús E. Kristjánsson kosinn forseti kirkjuþings

Í dag var Magnús E. Kristjánsson endurkjörinn forseti kirkjuþings með öllum greiddum atkvæðum. Egill Heiðar Gíslason var kjörinn 1. varaforseti þingsins. Drífa Hjartardóttir var kjörin 2. varaforseti kirkjuþings. Einnig var kosið í þingnefndir.

Boðað til kirkjuþings

Boðað er til kirkjuþings 2014, laugardaginn 25. október næstkomandi kl. 9.00 í Grensáskirkju í Reykjavík. Kirkjuþing verður sett að lokinni helgistund í kirkjunni sem hefst kl. 9.00.

Frá kjörstjórn við kirkjuþingskosningar

Þann 14. maí sl., barst kjörstjórn ályktun aðalfundar prestafélags Suðurlands sem haldinn var í Vík þann sama dag. Þar er þess krafist ,,…að kjörfundur til Kirkjuþings verði framlengdur um 10 daga vegna annmarka í framkvæmd við (allt að ) 6 … Áfram

Auglýsing um framlagningu kjörskrár vegna kosninga til kirkjuþings 2014

Kjörstjórn vegna kosninga til kirkjuþings hefur samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 301/2013 samið kjörskrá vegna kosninga til kirkjuþings sem fram fara á þessu ári. Kjörskráin, sem miðast við … Áfram

Kosið í starfshópa og þjóðmálanefnd við lok kirkjuþings

Kosið var í tvo starfshópa við lok kirkjuþings í dag. Í starfshóp til að vinna stefnumótun á stjórnsýslu þjóðkirkjunnar (29. mál) voru kosin Steindór Haraldsson, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Sveinbjörg Pálsdóttir. Í starfshóp til að fara yfir starfsreglur um samkirkjunefnd … Áfram

Fjögur mál afgreidd frá kirkjuþingi

Fjögur mál voru afgreidd frá kirkjuþingi í morgun. 28. máli sem fjallar um fyrirkomulag við auglýsingar prestsembætta var vísað til kirkjuráðs. Nefnd sem hefur unnið tillögur um endurskoðun starfsreglna nr. 1109/2011 um val og veitingu prestsembætta (14. mál) var falið að starfa … Áfram

Sjö mál afgreidd frá kirkjuþingi

Sjö mál voru afgreidd frá kirkjuþingi eftir hádegi í dag. Á meðal þeirra er frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Kirkjuráði var falið að kynna drög að frumvarpinu sem verða svo lög fyrir kirkjuþing í haust. Einnig var samþykkt að við sameiningu … Áfram

Öll mál afgreidd úr fyrri umræðu á kirkjuþingi

Fjögur mál voru afgreidd úr fyrri umræðu og til nefnda á kirkjuþingi í morgun. Tvö mál voru dregin til baka. Þar með hafa öll mál kirkjuþings 2013 verið afgreidd úr fyrri umræðu. 28. mál fjallar um fyrirkomulag við auglýsingu prestsembætta. … Áfram

Kirkjuþing kemur saman 7. mars

Kirkuþing kemur næst saman 7. mars í Seljakirkju. Þingfundur hefst kl. 9. Fundir kirkjuþings eru opnir.