Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Lýsir stuðningi við frumvarp um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana

Á kirkjuþingi í dag var samþykkt tillaga biskups Íslands um að lýsa yfir stuðning við framkomið frumvarp á Alþingi um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þar sem m.a. er að finna ákvæði um guðlast. Ályktun … Áfram

51. kirkjuþingi framhaldið

Fundum 51. kirkjuþings (2014) er framhaldið laugardaginn 17. janúar 2015. Sex mál eru á dagskrá þingsins. Seinni umræða um 2., 18. (sameinað 5. og 14. máli) og 30. mál var ólokið og einnig hefur bæst við nýtt mál nr. 32; … Áfram

Kirkjuþingi frestað

Kirkjuþingi var frestað í dag. Tuttugu og sex mál hafa verið afgreidd á þinginu, fimm mál eru enn til meðferðar hjá þingnefndum.

Kosið í nefndir á kirkjuþingi

Nýkjörið kirkjuþing kaus í dag fulltrúa í þóknananefnd, jafnréttisnefnd, þjóðmálanefnd, kenningarnefnd, kirkjugarðaráð, samkirkjunefnd, úrskurðarnefnd, yfirkjörstjórn og starfshóp um endurskoðun á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 301/2014.

Nýtt kirkjuráð kjörið

Nýtt kirkjuráð var kjörið við upphaf þingfundar á kirkjuþingi í dag. Í ráðinu sitja: Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna, Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna, sr. Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra, sr. Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem … Áfram

Skýrsla kirkjuráðs afgreidd á kirkjuþingi

Skýrsla kirkjuþings var afgreidd á kirkjuþingi í dag. Í ályktun um skýrsluna hvetur kirkjuþing hvetur til áframhaldandi samtals við Ríkisútvarpið um framtíð morgun- og kvöldbæna á dagskrá þess. Það leggur áherslu á að félagsmannatal þjóðkirkjunnar verði þróað áfram. Þá hvetur … Áfram

Fyrri umræðu að ljúka á kirkjuþingi

Fyrri umræðu um tuttugu og sjö af þrjátíu og einu máli sem liggja fyrir kirkjuþingi er nú lokið. Gert er ráð fyrir að fyrri umræðu um öll mál ljúki í dag og að nefndir fundi á morgun.

Rætt um ný þjóðkirkjulög á kirkjuþingi

Frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga liggur fyrir kirkjuþingi. Nokkrar umræður voru um málið á þinginu í dag. Meðal annars ræddu þingmenn um að rétt væri að flýta sér hægt þegar kæmi að breytingum á þjóðkirkjulögunum og að jafnvel væri betra að … Áfram

Miklar umræður um fjármál þjóðkirkjunnar

Annað mál kirkjuþings sem er skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar var afgreitt til síðari umræðu á kirkjuþingi í dag. Miklar umræður voru um fjármálin og ljóst er að kirkjuþingsfulltrúar hafa áhyggjur af því hvernig er hægt að tryggja grunnþjónustu kirkjunnar um … Áfram

Þriðja mál kirkjuþings afgreitt

Þriðja mál kirkjuþings sem varðar breytingar á þingsköpum kirkjuþings var afgreitt á kirkjuþingi í dag. Þær eru gerðar til að hægt sé að kjósa nýtt kirkjuráð áður en þingi er frestað. Samkvæmt nýju reglunum er heimilt að kjósa kirkjuráð undir … Áfram