Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Starfsreglur um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007

1. gr.

Sóknir, prestaköll, prófastsdæmi og umdæmi vígslubiskupa eru tilgreind í 12. gr. starfsreglna þessara.

2. gr.

Þess skal gætt að sókn geti uppfyllt skilyrði um rekstur og fjárhag sókna, sbr. starfsreglur um sóknarnefndir.

3. gr.

[Hver sóknarmaður getur gert tillögu um breytingu á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Gefa skal safnaðarfundum viðkomandi sókna og héraðsfundi kost á að veita umsögn um tillögur um breytingar á skipan sókna og prestakalla. Umsagnir skulu sendar biskupafundi, sem býr málið til kirkjuþings.]2)

Tillögur um breytingar á skipan prófastsdæma skulu fá umsögn á viðkomandi héraðs¬fundum og því næst sendar biskupafundi, sem býr málið til kirkjuþings.

[Forsætisnefnd kirkjuþings metur hvort tillögur samkvæmt þessari grein séu tækar til efnismeðferðar á þinginu. Þá metur forsætisnefnd einnig, að höfðu samráði við biskupafund, hvort breytingartillögur á kirkjuþingi við slíkar tillögur séu þess efnis að þær skuli fá þá meðferð í héraði, sem fyrir er mælt í greininni, áður en þær geti komið til afgreiðslu á kirkjuþingi. Verði sú raunin annast kirkjuráð framkvæmd þessa og sendir flutningsmönnum breytingartillagna þær umsagnir um þær, sem fram koma í héraði. Flutningsmenn geta þá búið málið til kirkjuþings að nýju án afskipta biskupafundar.]1)

1) Starfsreglur 915/2010 2) Starfsreglur 1114/2011 1. gr.

4. gr.

Biskupafundur kannar árlega hvort þörf er á breytingum á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, með hliðsjón af hagkvæmni, breytingum á mannfjölda í sóknum, samgöngum, staðháttum eða aðstæðum að öðru leyti. Við mat á skipan sókna skal líta til þjónustuþarfa, sögulegra og menningarlegra verðmæta.

5. gr.

Ef prestakalli er skipt hefur skipaður sóknarprestur rétt á að ráða hvoru prestakallinu hann þjónar eftirleiðis.

6. gr.

Sameining sókna eða skipting sóknar skal að jafnaði taka gildi [30. nóvember] 1) eftir að kirkjuþing það ár hefur hefur samþykkt sameiningu eða skiptingu.

1) Starfsreglur 1114/2011 2. gr.

7. gr.

Sé sókn skipt skal uppgjör vegna eigna og skulda fara eftir hlutfallstölu sóknarmanna. Sóknarkirkja ásamt búnaði tilheyrir þeirri sókn þar sem kirkjan stendur. Þegar kirkjusókn er skipt og ný stofnuð, í nýju byggðahverfi, á hin nýja sókn óskert. tilkall til þeirra fjármuna, sem sóknarmenn hinnar nýju sóknar hafa sannanlega lagt til eldri sóknarinnar, þó að frádreginni sanngjarnri þóknun fyrir þá þjónustu, sem sóknarmenn nýju sóknarinnar nutu, meðan sóknin var óskipt. Heimilt er að hafa fjárskil eftir annarri reglu ef um það næst samkomulag milli sóknanna. Framkvæmd fjárskipta er í höndum þriggja manna skilanefndar er biskup skipar hverju sinni.

[Sé ein eða fleiri sóknir færðar úr prófastsdæmi í annað prófastsdæmi skal fara fram fjárhagslegt uppgjör. Skulu hlutfallslegar tekjur og eignir fylgja í það prófastsdæmi sem sókn flyst til.]1)

1) Starfsreglur 955/2010 1. gr.

8. gr.

Ef sóknir óska eftir að eiga samstarf sín á milli um byggingu og/eða rekstur kirkju og safnaðarheimilis skal gera skriflegan samstarfssamning, þar sem kveðið er á um hvaða starfi skuli haldið uppi, hvaða reglur gildi um afnot og umgengni, sbr. starfsreglur um afnot af safnaðarheimilum og hver ábyrgist daglegan rekstur og stjórn. Einnig skal tiltaka hvaða endurgjald skuli innt af hendi fyrir afnotin.

9. gr.

Með tillögu um breytingu skv. 4. gr., skal leggja fram tillögu að staðsetningu prestsseturs ef þörf krefur, að höfðu samráði við sóknarprest og sóknarnefndir, biskupafund og kirkjuráð. Enn fremur skulu fylgja tillögur um hvaða kirkja skuli verða sóknarkirkja. Ef heppilegt þykir að sóknir sameinist um kirkju og/eða safnaðarheimili skal biskupafundur gera tillögur um þau efni. Biskupafundur skal enn fremur leggja fram tillögur um það hvaða kirkjur skuli verða kapellur eða greftrunarkirkjur. Þar sem hefð stendur til er heimilt að þær haldi nafni sínu.

10. gr.

Sóknarkirkja skal vera í hverri sókn. Þó er sóknum heimilt að sameinast um sóknarkirkju.

11. gr.

Ef sóknir sameinast skal aðalsafnaðarfundur hinnar sameinuðu sóknar ákveða hvar sóknarkirkja skal vera og hvaða kirkjur verða kapellur, svo og hvaða kirkjur skuli afleggjast, verða afhentar til minjavörslu, ef því er að skipta, eða ráðstöfun þeirra með öðrum hætti.

[12. gr.

Skipan vígslubiskupsdæma, prófastsdæma, prestakalla, sókna og prestssetra skal vera sem hér segir]1):

Sjá fylgiskjal neðst á síðu.

[13. gr.

Embættisbústaðir skulu lagðir til í samræmi við 1. og 2. tl. fasteignastefnu þjóð­kirkjunnar.
Embættisbústaður er að jafnaði lagður til í prestakalli þar sem búa færri en 1.500 manns. Nú búa fleiri en 1.500 manns í prestakalli og getur kirkjuþing þó samþykkt að embættis­bústaður skuli lagður til í eftirfarandi tilvikum:

  • að staðhættir eða aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt
  • að söguleg eða menningarleg rök þykja mæla með því

Nú búa færri en 1.500 manns í prestakalli og getur þá kirkjuþing þó ákveðið að ekki skuli lagður til embættisbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að prestakall sé í nálægð við fjölmennari þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu landsvæða. ] 1)

1) Starfsreglur 1115/2011 2. gr.

[14. gr.

Starfsreglur þessar sem settar eru skv. heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. desember 2007. Jafnframt falla brott starfsreglur um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 731/1998, með síðar breytingum.]1)

1) Starfsreglur 1115/2011 3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
Við sameiningu Múla- og Austfjarðaprófastsdæma fellur skipun viðkomandi prófasta niður 1. nóvember 2011. Biskup Íslands setur prófast í sameinuðu prófastsdæmi til 1. febrúar 2012 og kallar jafnframt eftir tilnefningum. Biskup Íslands skipar prófast í sameinuðu prófastsdæmi frá 1. febrúar 2012. Halda skal héraðsfund í sameinuðu prófastsdæmi eigi síðar en 1. mars 2012.

—————————————-

Sameiningar eftirfarandi prestakalla komi til framkvæmda við starfslok þess sóknarprests sem fyrr lætur af embætti:

Suðurprófastsdæmi:
Mosfellsprestakall og Skálholtsprestakall sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Skálholtsprestakall. Prestssetur: Skálholt.

Vestfjarðaprófastsdæmi:
Staðarprestakall sameinist Þingeyrarprestakalli. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Þingeyrarprestakall. Prestssetur: Þingeyri. Súðavíkur-, Vatnsfjarðar- og Ögursóknir tilheyri þó Holtsprestakalli.

Eyjafjarðarprófastsdæmi:
Hríseyjarprestakall og Möðruvallaprestakall sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Möðruvallaprestakall. Prestssetur: Möðruvellir.

Ákvæði starfsreglna nr. 947/2009 um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007 til bráðabirgða er svohljóðandi:

Suðurprófastsdæmi:
Biskupi Íslands er heimilt að ráða héraðsprest í allt að 50% starf er hafi sérstakar skyldur við Bjarnanesprestakall.

———————————

Skipan vígslubiskupsdæma, prófastsdæma, sókna og prestssetra (PDF 119 KB)