Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Starfsreglur um djákna nr. 738/1998

1. gr.

Djákna er skylt að sinna starfi sínu samkvæmt þeirri köllun sem hann hefur hlotið og vígslubréfi, svo og samkvæmt þeim lögum og reglum sem um starf hans gilda á hverjum tíma. Enn fremur ber djákna að fara að ákvæðum ráðningarsamnings og erindisbréfs.

2. gr.

Djáknar starfa á sviði fræðslu- og líknarmála. Djáknar starfa innan safnaðar, stofnunar eða á vegum líknarfélags.

3. gr.

Biskup Íslands auglýsir laus störf djákna í samráði við vinnuveitanda. Biskup kannar hvort umsækjendur uppfylli lögboðin skilyrði til starfsins. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup umsóknir ásamt umsögn sinni til hlutaðeigandi vinnuveitanda (sóknarnefndar, stofnunar eða líknarfélags), sem ákveður, að höfðu lögboðnu samráði, hver skuli ráðinn og tilkynnir það prófasti.

4. gr.

Vinnuveitandi skal gera skriflegan ráðningarsamning við djákna sem kveður á um starfsskyldur hans. Tilgreina skal sérstaklega í ráðningarsamningi hvaða störfum á sviði líknar- og fræðslumála djákna ber að sinna. Drög að ráðningarsamningi skulu liggja fyrir þegar starfið er auglýst.

5. gr.

Að öðru leyti gilda ákvæði starfsreglna um stöðu, störf og starfshætti sóknarnefnda þegar djákni er ráðinn til starfa af sóknarnefnd.

6. gr.

Djákna ber að hlýða löglegu boði yfirboðara síns.

7. gr.

Djákna ber að viðhalda þekkingu sinni og menntun eftir föngum til að geta ávallt sem best sinnt starfi sínu.

8. gr.

Djákni situr héraðsfundi í því prófastsdæmi sem hann starfar og hefur þar málfrelsi og atkvæðisrétt. Prófastur skal boða djákna prófastsdæmisins til héraðsfundar og annarra funda á vegum prófastsdæmisins eftir því sem við getur átt.

[9. gr.]

1) Biskup setur djáknum erindisbréf.

[10. gr.]

1) Starfsreglur þessar sem settar eru skv. heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 1999.

1) Starfsr. 843/2003 6. gr.