Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Vígslubréf djákna

Í nafni Guðs, Föður og Sonar og Heilags anda

Biskup Íslands gjörir kunnugt: Með því að kirkjan hefur kallað ……….. til þjónustu ………… og ég staðfest þá köllun með samþykki mínu, hef ég í dag veitt honum/henni vígslu til þeirrar þjónustu sem hann/hún þar með tekst á hendur samkvæmt þeim heitum, sem hann/hún hefur að því unnið og í samhljóðan við erindisbréf hans/hennar. Ég bið söfnuðinn/söfnuðina að taka á móti djákna sínum með kærleika og fyrirbæn og styðja hann í starfi. Djákni á að vera trúr þjónn Jesú Krists. Hann á að veita fræðslu og leiðsögn í heilögum sannindum kristinnar trúar og rækja kærleiksþjónustu sína af trúnaði við kenningu og skipan kirkju vorrar. Djákni á að vera tákn Guðs elsku og þjóna Kristi í náunga sínum, standa vörð um réttindi fólks og vera við hlið þeirra sem minna mega sín. Hann á að leitast við að hughreysta sjúka og sorgbitna og vera til liðsinis eftir því sem færi gefst og kraftar hrökkva til. Djákni skal gæta þagnarskyldu og virða trúnað við þá sem til hans leita. Djákna ber jafnan að hafa það hugfast, að hann hefur tekist á hendur helga þjónustu í kirkju Krists. Því skal hann í auðmýkt leitast við að feta í fótspor hans og bera honum vitni svo í dagfari sínu sem opinberri þjónustu og vinna að því, með hjálp Heilags anda, að kærleiki Guðs verði sýnilegur meðal vor. Djákni á tilkall til þess, að söfnuðurinn virði hann sem sendiboða Guðs á meðal sín, meti ráð hans og leiðbeiningar, styrki hann með fyrirbæn og öllum drengskap í starfi hans og lífi. Veit, Drottinn, djákna þínum heilagan anda þinn, svo að hann verði staðfastur í helgu áformi, styrkur og heill í heilagri trú, vaxi að visku og náð og verði verkfæri blessunar þinnar, sakir Jesú Krists, frelsara vors og Drottins. Þetta bréf mitt, sem lesið skal fyrir söfnuðinum/söfnuðunum, staðfesti ég með undirrituðu nafni og hjásettum embættisstimpli.