Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð vegna kyrrðardaga á vegum íslensku þjóðkirkjunnar

SKIPULAGSSKRÁ fyrir Styrktarsjóð vegna kyrrðardaga á vegum íslensku þjóðkirkjunnar

1. gr.

Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður vegna kyrrðardaga á vegum íslensku þjóðkirkjunnar.

2. gr.

Heimili sjóðsins er á Biskupsstofu í Reykjavík

3. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja árlega kyrrðardaga sem haldnir eru á vegum íslensku þjóðkirkjunnar og undir hennar stjórn.

4. gr.

Arður sjóðsins, sbr. 6. gr., skal árlega renna til styrktar málefninu samkvæmt nánari ákvörðun sjóðsstjórnar.

5. gr.

Stofnfé sjóðsins er framlag Dr. Michael Fell að fjárhæð ísl. kr. 500.000.-. Óheimilt er að skerða stofnfé sjóðsins að raungildi. Ávaxta skal sjóðinn tryggilega. Sjóðnum er heimilt að leita framlaga frá öðrum. Sjóðsstjórn ber ábyrgð á fjárvörslum fyrir sjóðinn. Annast ber fjárfestingu og endurfjárfestingu sjóðsins á þann hátt og á þeim stað, svo og samkvæmt leiðbeiningum fjárfestingarráðgjafa, sem sjóðsstjórinn kann að ákveða á hverjum tíma að eigin vild.

6. gr.

Tekjur sjóðsins eru arður, þar með taldir vextir, af stofnfé sjóðsins og öðrum eignum er honum kann að áskotnast fyrir gjöf eða með öðrum hætti. Gjöfum og framlögum skal bæta við höfuðstól sjóðsins og er óheimilt að skerða þær. Gjafir og framlög skal ávaxta með sama hætti og stofnfé. Stjórnunarkostnaður greiðist af tekjum sjóðsins.

7. gr.

Stjórn sjóðsins skipa þrír: Biskup Íslands sem er formaður stjórnar og vígslubiskupar á Hólum og í Skálholti. Meirihluti ræður ákvörðun stjórnar. Stjórn sjóðsins skal ekki þiggja þóknun fyrir starfa sinn.

8. gr.

Sjóðsstjórn úthlutar árlega einum eða fleiri styrkjum úr sjóðnum. Ef forsendur fyrir styrkveitingu reynast af einhverjum ástæðum ekki vera til staðar, skal styrkfjárhæðinni bætt við höfuðstól sjóðsins og er óheimilt að skerða hana.

9. gr.

Reikningsár er almanaksárið. Gerð ársreiknings skal lokið inna þriggja mánaða frá áramótum. Reikningar skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.

10. gr.

Samþykki allra stjórnamanna þarf fyrir breytingum á stofnskrá þessari. Henni skal einungis breytt ef nauðsyn krefur til að ná markmiðum sjóðsins eða svipuðum markmiðum og skal þess gætt að fara eftir óskum stofnenda svo sem unnt er. Verði sjóðurinn lagður niður skulu eignir hans renna til íslensku þjóðkirkjunnar.  Skal þess gætt að þær renni til málefna sem skyld eru hinum upphaflegu markmiðum.

Um breytingar á stofnskrá þessari, sameiningu eða niðurfellingu sjóðsins fer að öðru leyti að lögum.

11. gr.

Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari.

Reykjavík, 24/09 1999

Dr. Michael Fell