Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Skipulagsskrá fyrir Líknar- og viðlagasjóð kirkjunnar

1. gr.

Sjóðurinn nefnist Líknar- og viðlagasjóður kirkjunnar.

2. gr.

Heimili sjóðsins er í Reykjavík.

3. gr.

Sjóðurinn er myndaður að tilhlutan biskups Íslands með sameiningu eftirtalinna sjóða:

Heiti sjóðs
Stofnframlag kr. Hlutf. í %
Heimild
Barnahælissjóður Jórunnar Melsted
295.737
2
Skipulagsskrá staðfest 21.12. 1928 nr. 285/1928
Ekknasjóður Íslands
6.775.134
49
Skipulagsskrá staðfest 21.01. 1944 nr. 554/1944
Fæðingargjafasjóður Íslands
709.083
5
Ekki tiltækar upplýsingar
Gjafasjóður Sigríðar Helgadóttur
977.784
7
Erfðaskrá dags. 14. 01. 1942
Hjálparsjóður biskups
15.485
0
Ekki tiltækar upplýsingar
Líknarsjóður
1.113.412
8
Ekki tiltækar upplýsingar
Minningarsjóður Ingunnar Knútsdóttur og Sigríðar Kristjánsdóttur
175.335
1
Skipulagsskrá staðfest 27.10. 1939 nr. 450/1939
Prestekknasjóður
3.409.677
24
Tilskipun útg. 15.12. 1865
Styrktarsjóður Hjálmars Jónssonar
295.536
2
Skipulagsskrá staðfest 10.06. 1903 nr. 70/1903
Styrktarsjóður Þorsteins Scheving Thorsteinssonar
275.146
2
Ekki tiltækar upplýsingar

4. gr.

Tilgangur sjóðsins er að veita líknar – og viðlagaaðstoð innanlands. Við úthlutun skal, svo sem unnt er og aðstæður leyfa, hafa hliðsjón af óskum stofnenda sjóða þeirra er greinir í 3. gr., svo og stofnhlutdeild hvers sjóðs fyrir sig.

5. gr.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn. Biskup Íslands, eða fulltrúi sem hann tilnefnir sérstaklega sem varamann sinn, er formaður. Stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar tilnefnir einn stjórnarmann og annan til vara til fjögurra ára í senn og Prestastefna kýs einn fulltrúa og varamann hans með sama hætti. Þess skal gætt að jafnan sitji a.m.k. ein kona í stjórninni.

6. gr.

Sjóðsstjórn úthlutar eigi sjaldnar en árlega að fengnum umsóknum hverju sinni, en er jafnframt heimilt að úthluta oftar ef þurfa þykir. Stjórnin ákveður að öðru leyti nánari tilhögun úthlutunar. Stjórn sjóðsins má fela Hjálparstarfi kirkjunnar að annast um daglega umsýslu sjóðsins, svo sem kynningu á honum og umsóknir um framlög úr honum, sbr. þó 7. gr. 7. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 13.942.329,-. Sjóðurinn er í vörslum biskupsstofu sem sér um fjárreiður hans og bókhald. Reikningsár er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir árlega af Ríkisendurskoðun eða löggiltum endurskoðanda.

8. gr.

Ávaxta skal fé sjóðsins sem tryggilegast og arðvænlegast. Óheimilt er að skerða höfuðstól sjóðsins. Skal miðað við raungildi höfuðstóls á staðfestingardegi.

9. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

  1. arður, þar með taldir vextir af eignum sjóðsins
  2. gjafir, áheit og önnur framlög sjóðnum til styrktar
  3. aðrar tekjur en að ofan greinir.

10. gr.

Arður sjóðsins af stofnfé og öðrum eignum skal renna til styrktar málefninu. Verði afgangur af tekjum sjóðsins ákveður sjóðsstjórn hverju sinni hvort honum skuli ráðstafað síðar eða leggjast við höfuðstól sjóðsins. Óheimilt er að skerða raungildi höfuðstóls eins og það verður með viðbótum skv. 2. ml. ákvæðis þessa. Raungildi miðast við þann dag er lagt var við höfuðstól.

11. gr.

Samþykki allra stjórnarmanna þarf fyrir breytingum á skipulagsskrá þessari. Henni skal einungis breytt ef nauðsyn krefur til að ná markmiðum sjóðsins eða svipuðum markmiðum og skal þess gætt að fara eftir óskum stofnenda svo sem unnt er. Um breytingar á skipulagsskrá þessari, sameiningu eða niðurfellingu sjóðsins fer að öðru leyti að lögum.

12. gr.

Meðfylgjandi skipulagsskrá þessari er fylgiskjal sem er yfirlit um tilgang þeirra sjóða sem mynda þennan sjóð.

13. gr.

Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari. Þá falla úr gildi skipulagsskrár sjóða þeirra sem sameinaðir hafa verið í sjóð þennan, sbr. 3. gr., en þeir eru Barnahælissjóður Jórunnar Melsted nr. 285 21. desember 1928, Ekknasjóður Íslands nr. 554 21. janúar 1944, Minningarsjóður Ingunnar Knútsdóttur nr. 450 27. október 1939 og Styrktarsjóður Hjálmars Jónsonar nr. 70 10. júní 1903.

Ákvæði til bráðabirgða Tilnefna og kjósa skal stjórnarmenn og varamenn þeirra, sbr. 5. gr., svo skjótt sem auðið er eftir að skipulagsskrá þessi hefur verið staðfest og gildir umboð þeirra til loka árs 2002.

Reykjavík, 16. desember 1999

_________________________

Biskup Íslands

Fylgiskjal

Heiti sjóðs
Hlutverk
Sjóðsstjórn
Heimild
Barnahælissjóður Jórunnar Melsteð Til uppeldis fátækum, munaðarlausum stúlkubörnum, fæddum í Reykjavík eða
á Álftanesi í Gullbringusýslu, til 15 ára aldurs. Nokkrum hluta skal verja
til byggingar barnahælis er beri nafnið „Barnahæli Jórunnar Ísleifsdóttur
Melsted“.
Borgarstjórinn í Reykjavík, biskupinn yfir Íslandi og 3 konur. Skipulagsskrá staðfest 21. desember 1928
Ekknasjóður Íslands Styrkja fátækar ekkjur á Íslandi til að halda heimilum sínum og ala upp
börn sín, einnig þær, er mennirnir hafa yfirgefið, án þess að þær eigi sök
á. Kristindómsfræðsla og viðreisn föllnum konum.
Biskup Íslands, yfirlæknir við Tryggingastofnun ríkisins og ein kona tilnefnd
af þeim.
Skipulagsskrá staðfest 21 janúar 1944
Fæðingargjafasjóður Íslands Gjafasjóður Sigríðar Helgadóttur Til náms heyrnar- og mállausum börnum.   Erfðaskrá dags. 14. janúar 1942.
Hjálparsjóður biskups     Gjöf til bágstaddra (staðfest af biskupi) 1967
Líknarsjóður Minningarsjóður Ingunnar Knútsdóttur og Sigríðar Kristjánsdóttur Styrkja munaðarlaus börn til dvalar á barnaheimili. Biskup Íslands, aðaldómkirkjupresturinn í Reykjavík og lögmaðurinn í Reykjavík. Skipulagsskrá staðfest 27. október 1939
Prestekknasjóður Skal til styrks handa fátækum uppgjafaprestum og prestaekkjum. Fénu skal skipt niður á Synodus samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar. Tilskipun gefin út 15. desember 1865
Styrktarsjóður Hjálmars Jónssonar Til styrktar verðugum og fátækum ekkjum og börnum íslenskra fiskimanna,
er á sjó drukkna.
Biskup Íslands og tveir aðrir, er landshöfðingi tilnefnir æfilangt og
sé jafnan annar þeirra lögfræðingur.
Skipulagsskrá staðfest 10. júní 1903
Styrktarsjóður Þorsteins Scheving Thorsteinsson