Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Skipulagsskrá fyrir Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar

1. gr.

Sjóðurinn nefnist Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóður kirkjunnar.

2. gr.

Heimili sjóðsins er í Reykjavík.

3. gr.

Sjóðurinn er myndaður að tilhlutan biskups Íslands með sameiningu eftirtalinna sjóða:

Heiti sjóðs
Stofnframlag kr.
Hlutf.
Heimild
Kynningarsjóður
3.392.834
20%
Fjárlög
Símon Pálsson – erfðagjöf
2.623.790
16%
Erfðagjöf 1977
Styktarsjóður Jónínu Ólafsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur
10.575.561
63%
Arfleiðsluskrá, dags. 11.05. 1946
Verðlaunasjóður Guttorms Þorsteinssonar
144.190
1%
Gjafabréf dags. 23. 12. 1836 og staðfest af konungi 29. 12. 1837

4. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla kynningar – og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði. Við úthlutun skal, svo sem unnt er og aðstæður leyfa, hafa hliðsjón af óskum stofnenda sjóða þeirra er greinir í 3. gr., svo og stofnhlutdeild hvers sjóðs fyrir sig.

5. gr.

Stjórn sjóðsins skipar kirkjuráð.

6. gr.

Sjóðsstjórn auglýsir eigi sjaldnar en árlega eftir umsóknum um styrki og úthlutar að fengnum umsóknum hverju sinni. Heimilt er að úthluta oftar ef þurfa þykir. Stjórnin ákveður að öðru leyti nánari tilhögun úthlutunar.

7. gr.

Stofnfé sjóðsins er kr. 16.736.375,-. Sjóðurinn er í vörslum biskupsstofu sem sér um fjárreiður hans og bókhald. Reikningsár er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir árlega af Ríkisendurskoðun eða löggiltum endurskoðanda.

8. gr.

Ávaxta skal fé sjóðsins sem tryggilegast og arðvænlegast. Óheimilt er að skerða höfuðstól sjóðsins að raungildi.

9. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

  1. arður, þar með taldir vextir af eignum sjóðsins
  2. gjafir, áheit og önnur framlög sjóðnum til styrktar
  3. aðrar tekjur en að ofan greinir

10. gr.

Arður sjóðsins af stofnfé og öðrum eignum skal renna til styrktar málefninu. Verði afgangur af tekjum sjóðsins ákveður sjóðsstjórn hverju sinni hvort honum skuli ráðstafað síðar eða leggjast við höfuðstól sjóðsins.

11. gr.

Samþykki allra stjórnarmanna þarf fyrir breytingum á skipulagsskrá þessari. Henni skal einungis breytt ef nauðsyn krefur til að ná markmiðum sjóðsins eða svipuðum markmiðum og skal þess gætt að fara eftir óskum stofnenda svo sem unnt er. Um breytingar á skipulagsskrá þessari, sameiningu eða niðurfellingu sjóðsins fer að öðru leyti að lögum.

12. gr.

Meðfylgjandi skipulagsskrá þessari er fylgiskjal sem er yfirlit um tilgang þeirra sjóða sem mynda þennan sjóð.

13. gr.

Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari.

Reykjavík, 16. desember 1999

_________________________

Biskup Íslands

Fylgiskjal 1

Heiti sjóðs
Hlutverk
Sjóðsstjórn
Heimild
Kynningarsjóður Að efla fræðslu- og kynningarstarf (upphaflega fjárveiting frá Alþingi
til kirkjunnar til sérstakra verkefna)
Biskup Fjárlög
Símon Pálsson     Erfðagjöf 1977
Styrktarsjóður Jónínu Ólafsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur Stuðla að eflingu kristilegs hugarfars í landinu. Biskupinn yfir Íslandi, formaður, einn tilnefndur af guðfræðideild Háskóla
Íslands og ein kona skipuð af kirkjuráði.
Arfleiðsluskrá, dags. 11. maí 1946
Verðlaunasjóður Guttorms Þorsteinssonar „anvendes til Præmie, so udsættes til dem, der paa Islandsk forfatte
gode og Almuen nyttige Skrifter, I Physik, Naturhistorie, Landhusholdning
og i den kristelige Moral“
Biskup Íslands, Dómkirkjuprestur, presturinn við Garðakirkju á Álftanesi. Gjafabréf dags. 23. desember 1836 og staðfest af konungi 29. desember
1837.