Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Siðareglur fyrir fólk sem starfar með börnum og unglingum í kristilegu starfi

 1. Í kristilegu starfi með börnum og unglingum skal leitast við að fræða börn og unglinga um kristna trú, kristið gildismat og iðkun trúarinnar. Jafnframt að leiða þau til samfélags við hinn lifandi Guð og frelsarann.
 2. Ávallt skal að stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi og skemmtilegu starfi með börnum og unglingum, jafnframt skal leitast við að eiga góð tengsl við börn og unglinga.
 3. Starfsfólk skal leitast við að bera fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki.
 4. Öll neysla tóbaks, áfengis eða annara vímuefna er með öllu óheimil í starfi með börnum og unglingum.
 5. Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar.
 6. Finna skal úrræði til að koma í veg fyrir andlegt eða líkamlegt ofbeldi hvers konar.
 7. Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga sem sækja starfið.
 8. Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvað eina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningarskyldu (sbr. IV. kafla Barnaverndarlaga, nr 80/2002).
 9. Ætíð skal stuðla að velferð barna og unglinga. Starfsfólk skal ávallt vera upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga. Ef starfsfólk verður þess áskynja að barn búi við óviðunandi heimilisaðstæður eða er þolandi alvarlegs ofbeldis skal tilkynna það barnaverndaryfirvöldum.
 10. Kappkosta skal að eiga góð samskipti við samstarfsfólk (leiðtoga, yfirboðara o.s.frv.) og leita eftir fræðslu og kristnu samfélagi. Gæta skal vandvirkni og heiðarleika í starfi og að orð og athæfi samrýmist því starfi sem viðkomandi gegnir.
 11. Starfsfólk skal gera köllun sína ljósa í starfi með börnum og unglingum og sýna trúnað þeim evangelísk-lúterska játningargrundvelli sem starfið byggir á.

Biskupsstofa
Landssamband KFUM og KFUK
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmunum
Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis