Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Samþykktir Kirkjuráðs um starf og rekstur Skálholtsskóla

1. Skálholtsskóli er í eigu Þjóðkirkju Íslands. Lögheimili skólans er Skálholt í Bláskógabyggð. Skálholtsskóli starfar á grundvelli laga nr. 22/1993 og markaðrar stefnu skólans.

2. Kirkjuráð ber ábyrgð á að skólinn starfi í samræmi við þann grundvöll og þau markmið er lög um skólann gera ráð fyrir. Stjórnun Skálholtsskóla er í höndum vígslubiskups Skálholtsumdæmis fyrir hönd kirkjuráðs í samræmi við gildandi skipurit hverju sinni.

3. Skrifstofustjóri Skálholts fer með daglega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi við starfslýsingu.

4. Kirkjuráð skipar skólaráð Skálholtsskóla til fjögurra ára í senn.

5. Skólaráð er vígslubiskupi til faglegrar ráðgjafar um stefnu og starf skólans á grundvelli laga um Skálholtsskóla.

6. Vígslubiskup kallar skólaráð saman til fundar tvisvar á ári hið minnsta og oftar ef þurfa þykir. Kostnaður vegna funda skólaráðs greiðist af rekstrarfé Skálholts.

Þannig samþykkt á fundi kirkjuráðs í Skálholti, 22. febrúar 2012