Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Reglur um greiðslu ferðakostnaðar erlendis á vegum Biskupsstofu

Fargjöld á ferðalögum erlendis skulu greiðast eftir reikningi. Áður en ferð til útlanda
hefst, ber að afla skriflegrar heimildar biskups Íslands. Tilkynna skal um fyrirhugaða ferð
eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför ef unnt er. Í
heimildinni skal tilgreindur fjöldi ferðadaga og gistinátta. Biskupsstofa hefur umsjón með
ferðabókunum og uppgjöri ferðakostnaðar. Að lokinni ferð skal viðkomandi starfsmaður
gera ferðakostnaðarreikning. Honum skal skila til greiðslu eða bókunar ásamt
fylgiskjölum innan 30 daga frá komudegi.

Greiðsla fyrir hverja ferð ræðst af fjölda gistinátta og ferðadaga (brottfarar- og komudagur
meðtalinn).Annar ferðakostnaður en fargjöld greiðist af dagpeningum. Skal fjárhæð þeirra
vera sú sama og ferðakostnaðarnefnd ríkisins ákvarðar hverju sinni. Dagpeningar greiðast
annars vegar vegna gistikostnaðar og hins vegar vegna fæðis og annars kostnaðar.

Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað annan en fargjöld svo sem
ferðakostnað að og frá flugvöllum, ferðakostnað innan þess svæðis sem dvalið er á, fæði,
gistingu, minni háttar risnu og hvers kyns persónuleg útgjöld.

Styrkir, kostnaðarþátttaka og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem
starfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur, skulu koma til frádráttar almennum
dagpeningagreiðslum eftir því sem við á og unnt er að meta hverju sinni.

Um ferða- og farangurstryggingu starfsmanna fer skv. ákvæðum kjarasamninga þeirra.

Reglur þessar taka gildi 1. september 2013.