Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Reglur fyrir Löngumýrarskóla í Skagafirði (1994)

Reglur fyrir Löngumýrarskóla í Skagafirði

1. gr.

Löngumýrarskóli er kirkjuleg félags-og fræðslumiðstöð í eigu þjóðkirkju Íslands.

2. gr.

Starfsemi Löngumýrarskóla miðar að eflingu kirkjulegs starfs og auknum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi. Áhersla er lögð á ýmiss konar námskeið og ráðstefnur, m.a. í samvinnu við fræðslu-og þjónustudeild kirkjunnar og að starfsemi skólans nýtist fólki á öllum aldri.

3. gr.

Starfsemi Löngumýrarskóla er fjármögnuð með þeim tekjum sem fást af eigin rekstri. Enn fremur styrkja sjóðir þjóðkirkju Íslands skólann með fjárframlögum sem varið er til uppbyggingar stofnunarinnar. Laun forstöðumanns skólans greiðast úr ríkissjóði samkvæmt samningi þar að lútandi.

4. gr.

Kirkjuráð skipar Löngumýrarnefnd, í samráði við vígslubiskup Hólastiftis, til fjögurra ára í senn. Formaður nefndarinnar er skipaður sérstaklega, en nefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Löngumýrarnefnd mótar stefnu skólans, gerir tillögur um uppbyggingu staðarins og er forstöðumanni til ráðuneytis. Skal nefndin halda gjörðarbók, þar sem ákvarðanir hennar eru færðar.

5. gr.

Forstöðumaður Löngumýrarskóla sér um daglegan rekstur skólans og ber ábyrgð á fjárreiðum hans og rekstri. Forstöðumaður skilar árlega starfsskýrslu skólans til kirkjuráðs og Löngumýrarnefndar.

6. gr.

Reikningsár skólans er almanaksárið og skulu reikningar endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum.

Samþykktar á Kirkjuþingi 1994