Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Erindisbréf djákna

Biskup Íslands sendir öllum þeim, er þetta bréf lesa eða heyra, kveðju Guðs og sína.

Í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Amen.

Kirkjan hefur kallað ……………….. ….. til djákna í samráði við ………………
…………….. prófastsdæmi og hefur hann/hún hlotið vígslu til þeirrar kærleiksþjónustu sem hann/hún þar með tekst á hendur samkvæmt vígsluheiti og í samhljóðan við vígslubréf og erindisbréf þetta.

1.Hann/hún er til þess ráðin og vígð að annast þjónustu innan ……………. Hann/hún er samstarfsmaður viðkomandi prests, starfar í umboði hans, er ábyrg(ur) fyrir honum og lýtur umsjónar héraðsprófasts og biskups. Hann/hún er ábyrg gagnvart …………. sem að ofan greinir og semur við …… um ráðningartíma, starfsaðstöðu, launakjör, starfskostnað og hafa þau gert með sér ráðningarsamning. ……… ……….. skal sjá djákna fyrir skrúða.

2. Hann/hún hefur frjálsar hendur um starfstilhögun eftir því sem aðstaða leyfir og jafnan í nánu samstarfi við prestinn sem ber einnig að veita honum/henni allan stuðning í starfi hans/hennar.

3.Djákni er presti til aðstoðar eða annast helgihald þegar svo ber undir.

4. Við þær athafnir sem djákni þjónar, klæðist hann ölbu og stólu. Við dagleg störf sín má djákni bera þann klæðnað og tákn sem biskup heimilar í samráði við stjórn Djáknafélags Íslands.

5. Skylt er djákna að hlíta úrskurði biskups um allt það er starfsemi hans varðar og eigi má hann taka köllun til djáknaþjónustu annars staðar án hans samþykkis.

6. Djákni skal gera presti og biskupi árlega skýrslu um störf sín.