Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Kosningar til Kirkjuþings 2006

Kosningar til Kirkjuþings 2006 fara nú fram eftir nýjum starfsreglum sem auka Kirkjuþing samþykkti þann 10. mars sl.

Almennar upplýsingar

Tilnefningar

Kjörskrá

Kærur

Auglýsingar, bréf og tilkynningar

Kjörstjórn

Kjörstjórn skipa eftirtaldir frá 1. desember 2004 til fjögurra ára:

 • Anna Guðrún Björnsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, formaður, tilnefnd af biskupi Íslands.
 • Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness, kosin af Kirkjuþingi.
 • Bragi Friðriksson, fyrrverandi prófastur og sóknarprestur, kosinn af Kirkjuþingi.

Varamenn í kjörstjórn eru:

 • Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af biskupi Íslands.
 • Halla Bachman Ólafsdóttir, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins, kosin af Kirkjuþingi.
 • Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri, kosinn af Kirkjuþingi.

Yfirkjörstjórn skipa eftirtaldir, kosnir á Kirkjuþingi 2004 til fjögurra ára:

 • Pétur Guðmundarson, hæstaréttarlögmaður, formaður.
 • Halla Aðalsteinsdóttir, kennari.
 • Þórir Stephensen, fyrrverandi sóknarprestur.

Varamenn í yfirkjörstjórn eru:

 • Jónína Jónasdóttir, lögfræðingur, skrifstofustjóri á Skattstofu Reykjavíkur.
 • Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur og sóknarprestur.
 • Drífa Hjartardóttir, alþingismaður.

Aðsetur kjörstjórnar og yfirkjörstjórnar er á Biskupsstofu. Laugavegi 31, 150 Reykjavík s. 535 1500, fax 551 3284 tölvupóstfang er hanna@biskup.is

Starfsmenn/tengiliðir kjörstjórnar og yfirkjörstjórnar eru Hanna Sampsted hanna@biskup.is og Ragnhildur Benediktsdóttir ragnhildur@biskup.is

Leiðbeiningar um rafræna kosningu

Kosningar til Kirkjuþings árið 2006 verða rafrænar. Framkvæmdin verður þannig að öllum sem kosningarrétt hafa, er hafa tölvupóst, verður sent tölvubréf með aðgangsorði og skal mótttaka þess staðfest. Þeir kjósendur sem ekki hafa tölvupóstfang verður sent bréf í pósti með aðgangsorði. Kosið verður á vefnum.

Leiðbeiningar

Framvinda kosninganna

Mars 2006:

Kjörstjórn kynnir sóknarnefndum að þeim sé heimilt að tilnefna leikmenn til kjörs. Jafnframt auglýsir kjörstjórn að hver kjörgengur maður geti boðið sig fram.

24. mars rennur frestur leikmanna til að óska eftir tilnefningu út.

Apríl 2006:

7. apríl rennur frestur kjörstjórnar til að boða kjördæmisfundi út.

12. apríl skal kjördæmisfundum lokið.

19. apríl verður birt auglýsing um kirkjuþingskosningu og kjörskrá leikmanna og vígðra manna lögð fram – kærufrestur vegna kjörskrár hefst frá sama tíma.

26. apríl rennur viku kærufrestur vegna kjörskrár út.

Maí 2006:

3. maí skal kjörstjórn í síðasta lagi hafa skilað niðurstöðum kærumála.

8. maí rennur kærufrestur til yfirkjörstjórnar út.

15. maí skal yfirkjörstjórn hafa skilað niðurstöðum sínum.

17. maí rennur frestur til útsendingar kjörgagna út og þá hefst kosningin.

31. maí skal kosningu lokið, fyrir kl. 16 þann dag. Kjörstjórn staðfestir niðurstöður kosninga í framhaldi af lokum kosninga. Kærur vegna kirkjuþingskosninga skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en viku eftir að atkvæði eru talin og leggur kjörstjórn þær ásamt athugasemdum síum fyrir yfirkjörstjórn Þjóðkirkjunnar til úrskurðar. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar skal skera úr þeim málum sem fyrir hana eru lögð eins fljótt og auðið er og að jafnaði ekki síðar en 10 dögum eftir að mál barst.

Um kjördæmisfundi

Það nýmæli er tekið upp í nýjum kosningareglum að sérstakir kjördæmisfundir, þ.e. fundir í hverju kjördæmi Kirkjuþings tilnefna þá leikmenn sem eru í kjöri. Kjörstjórn boðar fundina og verður haft samráð við prófasta um fundarstað og fundartíma. Formaður sóknarnefndar þeirrar sóknar þar sem flest þjóðkirkjufólk býr setur fundinn og stingur upp á fundarstjóra.

Kjördæmisfund sækir einn fulltrúi fyrir hverja sóknarnefnd í kjördæminu. Þá er leikmönnum sem njóta kosningarréttar í kjördæminu að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Þar er gengið frá tilnefningum þeirra kjörgengu leikmanna sem eru í kjöri til Kirkjuþings. Jafnframt fer fram kynning á þeim sem tilnefndir kunna að hafa verið. Þeir sem kjördæmisfundur tilnefnir eru einir í kjöri í kjördæminu.

Kjördæmisfundir skulu tilnefna tvöfalt fleiri kjörgenga leikmenn en aðal- og varamenn þess kjördæmis.

Í 1., 2. og 3. kjördæmi, þ.e. Reykjavíkurprófastsdæmum og Kjalarnessprófastsdæmi skal samkvæmt þessu tilnefna 12 kjörgenga leikmenn fyrir hvert kjördæmi.
Í 7. kjördæmi þ.e. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og í 9. kjördæmi þ.e. Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessprófastsdæmi skal tilnefna 8 kjörgenga leikmenn til kjörs.
Í öðrum kjördæmum þ.e. 4., 5., 6. og 8. kjördæmi skal tilnefna 6 kjörgenga leikmenn.

Ef sóknarnefndir kjördæmisins hafa tilnefnt fleiri til kjörs skal kjósa í leynilegri kosningu um tilnefningu og hefur hver sóknarnefnd eitt atkvæði. Fulltrúi hverrar sóknar ritar á kjörseðil jafnmörg nöfn og tilnefna skal í kjördæminu.

Ef of fáar tilnefningar hafa borist skal tilnefna menn á fundinum.

Fundarstjóri sendir kjörstjórn niðurstöður fundarins þegar í stað.