Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Þingsályktun um gæðakerfi þjóðkirkjunnar

Númer: 
40
Ár: 
2012

Kirkjuþing 2012 samþykkir að komið verði á fót sameiginlegu gæðakerfi þjóðkirkjunnar er byggi á viðurkenndum viðmiðum. Þar verði meðal annars tekið mið af Innri samþykktum þjóðkirkjunnar um helgihald og annað safnaðarstarf sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2010.
Stofnuð verði þriggja manna nefnd er hafi forgöngu um mótun gæðakerfis þjóðkirkjunnar. Í því felist m.a. að mörkuð verði gæðastefna þjóðkirkjunnar og sett á á laggirnar gæðaráð. Gæðastefna þjóðkirkjunnar verði lögð til grundvallar við stefnumótun og gerð starfsáætlana fyrir einstakar þjónustueiningar kirkjunnar. Leitað verði leiða að gefa íbúum í sóknum landsins kost á að koma á framfæri skoðunum sínum á safnaðarstarfi og leggja fram hugmyndir að því hvernig megi bæta það.

Nefndarstarf þetta verði framhald af vinnu nefndar um skilgreiningu á hugmyndafræði og sýn þjóðkirkjunnar á starfi, skipulagi og þjónustu.