Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Þingsályktun um fjármögnun kirkjustarfs o.fl.

Númer: 
33
Ár: 
2012

Kirkjuþing 2012 ályktar að fela kirkjuráði að setja þróun verkefna er varða öflun sjálfsaflafjár í forgang. Það má gera á eftirfarandi hátt:
• Prófastsdæmin og biskupsstofa vinni að því í sameiningu að miðla þekkingu, veita stuðning og móta leiðbeiningar til þeirra safnaða sem vilja fara slíkar leiðir til fjármögnunar. Haldin verði námskeið sem standi starfsmönnum, sjálfboðaliðum og prestum til boða en þar verði einkum kynnt úrræði á þessu sviði og gerð umsókna. Einnig verði boðið upp á fræðslu um fjáröflun m.a. með sölu og aðgangseyri.
• Kannað verði hvort setja eigi á stofn stöðugildi til slíkra verkefna, sem verði safnaðarstarfi þjóðkirkjunnar til framdráttar og sá kostnaður sem af því hlytist kynni að skila sér margfalt til baka.
Loks beinir kirkjuþing því til kirkjuráðs að vinna sérstaklega að því verkefni sem orðað er í lokamálsgrein 35. máls, en hún hljóðar svo:
„Þá telur kirkjuþing að nauðsynlegt sé að skrá og meta það sjálfboðastarf sem fer fram innan sóknanna vítt um landið.“