Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar

Númer: 
2
Ár: 
2012

Ályktun
um fjármál þjóðkirkjunnar.

Kirkjuþing 2012 afgreiðir ársreikninga þjóðkirkjunnar fyrir árið 2011 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni þjóðkirkjunnar athugasemdalaust.
Farið hefur verið yfir fyrirliggjandi endurskoðunarskýrslu til kirkjuþings frá Ríkisendurskoðun. Kirkjuþing staðfestir að reikningshald kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða fyrir árið 2011 hafi hlotið fullnægjandi endurskoðun.
Undanfarin fjögur ár hefur þjóðkirkjan tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur ríkisins til kirkjunnar hafa minnkað ár frá ári. Annars vegar er þar um að ræða lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og hins vegar samningsbundnar greiðslur ríkisins vegna kirkjueigna sem ríkinu voru afhentar með sérstöku samkomulagi frá 1997. Kirkjujarðasamkomulagið fjallar um afhendingu kirkjujarða til ríkisins á móti skuldbindingu um að greiða laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur ekki vikist undan ábyrgð og fallist á skerðingu á kirkjujarðasamkomulaginu undanfarin ár. Nú liggur fyrir tillaga ríkisvaldsins að enn verði skert um 1,2% til viðbótar.
Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnaðanna. Óumdeilt er að sóknir þjóðkirkjunnar hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins. Frá fjárlögum ársins 2008 til 2011 hafa sóknargjöld lækkað sem nemur 25% umfram fjárveitingar til stofnana innanríkisráðuneytisins, samanber skýrslu nefndar innanríkisráðherra til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar.
Ríkið hefur nú viðurkennt þetta misræmi og hyggst bæta skerðingu sóknargjalda undanfarinna ára að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Engu að síður vantar mikið uppá að sóknargjöldin séu í samræmi við lög nr. 91/1987 og veldur það kirkjuþingi vonbrigðum.
Framundan eru viðræður þjóðkirkjunnar og ríkisins um fjárhagsleg samskipti. Markmið þeirra viðræðna er m.a. leiðrétting á sóknargjöldunum, að gerður verði skriflegur samningur um sóknargjöldin og að skerðingar undanfarinna ára á kirkjujarðasamkomulaginu gangi til baka.