Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Þingsályktun um að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - Aukakirkjuþing II 2012

Númer: 
101
Ár: 
2012

Þjóðin mun ganga til atkvæðagreiðslu þann 20. okt. næstkomandi um eftirfarandi spurningu. „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi“.

Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, hvetur kjósendur til að minnast þess að hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða réttindi annarra trú-og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.