Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Þingsályktun um skýrslu kirkjuráðs

Númer: 
1
Ár: 
2012

Kirkjuþing 2012 lýsir ánægju sinni með vinnu úrbótanefndar kirkjuþings varðandi viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot, einelti og annað ofbeldi innan hennar og felur kirkjuráði að vinna eftir ábendingum nefndarinnar.

Kirkjuþing 2012 telur skýrslu starfshóps um tónlistarmál áhugaverða, en óskar eftir ítarlegri greinargerð um faglega þætti málsins. Kirkjuþing leggur áherslu á að ekki megi slá af kröfum í menntun organista og tónlistarfólks kirkjunnar. Þá er bent á nauðsyn þess að aðilum máls séu kynntar tillögurnar áður en lengra er haldið.

Kirkjuþing 2012 hefur fjallað um málefni Skálholts og hvetur til þess að treystur verði rekstrargrundvöllur staðarins og nýjar leiðir skoðaðar, bæði í rekstri og yfirstjórn

Kirkjuþing 2012 áréttar ályktun aukakirkjuþings í september 2012 þar sem krafist er tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda og bendir á mikilvægi þess að fulltrúar ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar ræðist við í hreinskilni og af gagnkvæmri virðingu.