Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998 og starfsreglum um presta nr. 735/1998

Númer: 
15
Ár: 
2010

1. gr.
Starfsreglur um sóknarnefndir nr, 732/1998
Við 17. gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 732/1998 bætast nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Óheimilt er að ráða til starfa einstaklings til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
- barnaverndarlög nr. 80/2002
- kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur ofbeldisbrot skv. 23 kafla og brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þó ekki minniháttar líkamsmeiðingar samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga,
- lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sem og 173. gr. almennra hegningarlaga. nr. 19/1940, þ.e. refsidóm síðustu fimm ára.
Ofangreint ákvæði nær einnig til sjálfboðaliða sem starfa með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.
Sóknarnefnd skal óska eftir samþykki allra, sem sækjast eftir starfi, launuðu, sjálfboðnu eða í verktöku, til þess að fá aðgang að upplýsingum úr sakaskrá viðkomandi hvað varðar ofangreindar tegundir brota. Synji umsækjandi um heimild er óheimilt að ráða hann til starfa.

2. gr.
Starfsreglur um presta nr. 735/1998
Við 1 gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998 bætast nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Óheimilt er að ráða til starfa einstaklings til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
- barnaverndarlög nr. 80/2002
- kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur ofbeldisbrot skv. 23 kafla og brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þó ekki minniháttar líkamsmeiðingar samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga,
- lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sem og 173. gr. almennra hegningarlaga. nr. 19/1940, þ.e. refsidóm síðustu fimm ára.
Biskup Íslands skal, áður en hann setur, skipar eða ræður einstakling sem prest þjóðkirkjunnar óska eftir samþykki hans, til þess að fá aðgang að upplýsingum úr sakaskrá viðkomandi hvað varðar ofangreindar tegundir brota. Synji hlutaðeigandi um heimild er óheimilt að setja, skipa eða ráða hann til starfa.

3. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. desember 2010.