Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Kirkjuþing unga fólksins 2013

Kirkjuþing unga fólksins kom saman á Biskupsstofu laugardaginn 25. maí 2013. Tuttugu ungmenni sem eru virk í kirkjustarfi um allt land tóku þátt í þinginu að þessu sinni. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem er æskulýðsfulltrúi Grafarvogskirkju, var kjörin forseti kirkjuþings unga fólksins.

Ályktað um ungmennalýðræði, aðbúnað leiðtoga í æskulýðsstarfi og stöðu þjóðkirkjunnar
Fimm ályktanir voru samþykktar á þinginu:

 1. Ályktun um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins nr. 952/2009
  Þingið leggur til breytingar á verklagi við undirbúning og framkvæmd kirkjuþingsins, m.a. hvernig og hvenær fulltrúar eru valdir og hvenær þingmálum skuli skilað til þingsins og til þingmanna.
 2. Ályktun um kjör ungmenna til setu á hinu almenna kirkjuþingi.
  Þingið óskaði eftir því þrír fulltrúar kirkjuþings unga fólksins fengju seturétt á kirkjuþingi með málsfrelsi, tillögurétt og atkvæði. Nú á einn fulltrúi þingsins eigu seturétt á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt.
 3. Ályktun um réttindi ungleiðtoga
  Þingið kallaði eftir því að ungleiðtogar og annað starfsfólk kirkjunnar hefðu aðgang að trúnaðarmanni sem þau gætu talað við þegar þeim finnst brotið á rétti sínum.
 4. Ályktun um stöðu þjóðkirkjunnar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs
  Þingið fagnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta haust og hvatti kirkjuna til að taka henni sem ákalli um öfluga og trausta þjóðkirkju. Það hvatti líka til þess að fjármunir kirkjunnar færu í að byggja upp öflugt safnaðarstarf og til þess að niðurskurður í fjármálum bitnaði ekki á æskulýðsstarfi.
 5. Ályktun um launataxta leiðtoga í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar
  Þingið kallaði eftir því að til væri samræmdur launataxti fyrir launaða leiðtoga í æsulýðsstarfi, að sjálfboðaliðum væri umbunað samkvæmt umbunarkerfi og að launaðir leiðtogar væru ekki verktakar heldur launþegar.

Ályktanir kirkjuþings unga fólksins fara til kirkjuráðs sem tekur þær fyrir á fundi sínum 12. júní næstkomandi.

Þóra Björg Sigurðardóttir, forseti kirkjuþings unga fólksins, var valin til setu sem áheyrnarfulltrúi á kirkjuþingi í haust.
Nánar
Myndir frá kirkjuþingi unga fólksins

Ályktanir þingsins