Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Kirkjuþingi slitið

Tvö mál voru afgreidd frá kirkjuþingi í dag.

46. mál sem fjallar um skipulag kirkjunnar í héraði. Samþykkt var að að Möðruvallaprestakalli sem varð til við sameiningu Möðruvalla- og Hríseyjarprestakalls verði aftur skipt upp í tvö prestaköll, Hríseyjarprestakall sem í eru Hríseyjarsókn og Stærra-Ársskógssókn og Möðruvallaprestkall sem í er Möðruvallaklausturssókn.

11. mál sem fjallar um frumvarp til þjóðkirkjulaga. Samþykkt var að skipa fimm manna nefnd kjörinna kirkjuþingsfulltrúa sem fer yfir frumvarp að þjóðkirkjulögum og skilar tillögum að frumvarpi til þjóðkirkjulaga til kirkjuþings að hausti 2013. Í nefndina voru kjörin Ásbjörn Jónsson, formaður, Egill Heiðar Gíslason, Inga Rún Ólafsdóttir, Ingileif Malmberg og Skúli Sigurður Ólafsson.

Þar með voru öll mál sem lágu fyrir þinginu afgreidd.

Birgir Rafn var Styrmisson kjörinn í nefnd um endurskoðun reglna um biskupskjör í stað Péturs Björgvins Þorsteinssonar sem sagði sig úr nefndinni. Í lok þingsins þakkaði þingforseti Ragnhildi Benediktsdóttur fyrir starf hennar fyrir kirkjuþing í aldarfjógðung og góða þjónustu við þjóðkirkjuna og kirkjuþing.

Alls voru 46 mál afgreidd á 49. kirkjuþingi. Það var frábrugðið fyrri þingum því það kom saman í þremur lotum, í nóvember, desember og mars. Reynslan af því fyrirkomulagi verður metin og rædd á kirkjuþingi í haust. Þingforseti þakkaði þingfulltrúum og starfsfólki fyrir gott starf.

Að því loknu var 49. kirkjuþingi slitið. Þingið kemur næst saman í haust.