Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Kirkjuþing kemur saman til þingfundar 1. mars

Kirkjuþing kemur saman til þingfundar á morgun, föstudaginn 1. mars kl. 13. Á dagskrá eru fjögur mál sem varða kjör til kirkjuþings, sameiningu prestakalla, kirkjulega viðurkenningu og frumvarp til þjóðkirkjulaga. Þingið mun að þessu sinni funda í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Þinginu verður slitið laugardaginn 2. mars. Listi yfir þingmál, gerðir þingsins, fréttir af þinginu og upptökur af umræðum er að finna á vef þingsins, kirkjuthing.is. Myndir frá kirkjuþingi eru að finna á myndavef þjóðkirkjunnar, flickr.com/kirkjan, og er fjölmiðlum heimilt að nota þær.

Um kirkjuþing

Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka, þ.e. nema önnur ákvæði þeirra eða annarra laga mæli fyrir um annað.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn- eða óvígðir – , auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands með málfrelsi og tillögurétt. Hinir kjörnu fulltrúar eru kosnir í níu kjördæmum,um allt land.

Forseti kirkjuþings er kosinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna. Núverandi forseti er Magnús E. Kristjánsson. Á þinginu starfa allsherjar-, fjárhags- og löggjafarnefnd og eiga allir fulltrúar, nema forseti, sæti í einhverri þeirra.