Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Leikmenn verða meirihluti kjörmanna í biskupskjöri

Leikmenn verða meirihluti kjörmanna í biskupskjöri samkvæmt nýjum starfsreglum sem samþykktar voru á lokadegi kirkjuþings í dag. Samþykkt var að allir formenn sóknarnefnda og að auki hafi varaformenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra hafi kosningarétt.

Í nýju starfsreglunum segir um kosningaréttinn:

Kosningarrétt við biskupskjör eiga vígðir þjónar og leikmenn sem hér segir:

a) biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 33. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Ennfremur þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma.

b) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar.

c) þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosningarréttar.

d) kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.

e) formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.

f) kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðingar.

Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu kjörskrár.

Þá er kveðið á um það í nýju starfsreglunum að kosningin verði rafræn.

Kosið verður eftir nýju starfsreglunum strax á næsta ári.