Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tekist á um starfsreglur fyrir biskupskosningar

Talsverð umræða fór fram um 18. mál sem er tillaga að starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Breytingartillaga þar sem bættist við nýr b - liður prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, breyttur c liður, þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar og við liðinn um formenn sóknarnefnda bætist við sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.

Að auki kom fram breytingartillaga frá sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, við 2. gr. tillögunnar bætist liður e.) sem hljóði svo:
kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðingar
Breytingartillaga barst einnig frá Bjarna Kr. Grímssyni og fjallaði um sóknarnefndarmenn:
Formenn allra sóknarnefnda og til viðbótar þrír sóknarnefndarmenn í sóknarnefndum með 1000-4000 sóknarbörn og fimm sóknarnefndarmenn með 4000 og fleiri sóknarbörn.