Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Sex mál afgreidd á 7. þingfundi.

7. þingfundur hófst kl. 15.00. Sex mál voru afgreidd.

5. mál Tillaga til þingsályktunar um sameiningu prófastsdæma. Samþykkt var breytingartillaga Sigurðar Á. Þórðarsonar svohljóðandi: Kirkjuþing 2011 ályktar að beina því til kirkjuráðs að mynda starfshóp sem geri tillögu um framtíðarskipan prófastsdæma í þjóðkirkjunni.
Starfshópurinn skili tillögum til kirkjuþings 2012.

31. mál um staðfestingu á breytingu á stofnskrá fyrir stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar var samþykkt óbreytt.

11. mál, tillaga til þingsályktunar um fasteignastefnu, var samþykkt með breytingum. Samkvæmt þeim var skilgreining á því hvaða viðmið skyldu ráða hvort embætti fylgdi embættisbústaðir skyldu vera flutt til 13. máls og ekki tilgreint í fasteignastefnu.

29. mál var samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.

34. mál var samþykkt óbreytt.

2. mál, skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar var afgreitt með ályktun. Hún hljóðar svo:
Farið hefur verið yfir fyrirliggjandi endurskoðunarskýrslu til kirkjuþings frá Ríkisendurskoðun. Kirkjuþing staðfestir að reikningshald kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða fyrir árið 2010 hafi hlotið fullnægjandi endurskoðun.
Rekstraráætlun fyrir árið 2012 um helstu viðfangsefni þjóðkirkjunnar, er í samræmi við megináherslur kirkjuþings með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem þjóðkirkjan býr við.
Kirkjuþing vekur athygli á því að sóknargjöld hafa lækkað um 20% frá árinu 2008 að teknu tilliti til úrsagna úr þjóðkirkjunni. Á sama tíma hafa greiðslur til stofnana innanríkisráðuneytisins hækkað vegna verðlagsbóta um 5%. Nú er svo komið að ekki er unnt að halda úti grunnstarfi í mörgum sóknum víðsvegar um landið, þar sem rekstrarkostnaður og fjármagnskostnaðar hefur hækkað verulega á þessu tímabili.
Kirkjuþing lýsir þungum áhyggjum af þessari þróun. Sóknargjöld eru félagsgjöld og grundvöllur kirkjustarfsins í heimabyggð. Skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að sóknargjöldin verði leiðrétt til samræmis við þróun fjárveitinga til stofnana innanríkisráðuneytisins þannig að sóknargjöldin verði 919 kr. á mánuði fyrir hvern gjaldanda á árinu 2012.