Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Mál tekin til annarrar umræðu og afgreiðslu

Ellefu mál lágu fyrir 6. þingfundi sem hófst kl. 13. Einu var vísað frá, önnur samþykkt, sum óbreytt, önnur með breytingum.

Eftirfarandi mál voru samþykkt óbreytt:

7. mál: Tilllaga til þingsályktunar um félagatal þjóðkirkjunnar.
24. mál: Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009
36. mál: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.
33. mál:Tillaga til þingsályktunar um skipulagningu íbúabyggðar í landi Háls í Fnjóskadal.
12. mál:Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna.
35. mál:Tillaga til þingsályktunar um viðaukasamning við samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna.

Breytingar á tillögum og frávísun
23. máli, Tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, var vísað frá.

Gerð var breytingartillaga við 30. mál, sem tillaga um að Akureyrarkirkja verði höfuðkirkja. Í breytingartillögu er ekki tekið undir það heldur lagt til að kirkjuráð láti gera úttekt á því hvaða kirkjur landsins eigi að vera höfuðkirkjur og hvað það þýðir. Sú tillaga var samþykkt.

10. mál, Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga var einnig afgreidd. Milliþinganefnd mun fjalla áfram um málið. Hún mun taka tillit til þeirrar umræðu sem var um frumvarpið á kirkjuþingi. Hún á að leita að sem víðtækri samstöðu um málið innan kirkjunnar, með umræðum og samráði. Niðurstöðum nefndarinnar verður skilað til kirkjuþings á næsta ári.

4. mál, Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007 var lagt fram með breytingum. Þær voru helstar við 5. gr. bætist að prestssetur skuli lagt til á Seyðisfirði og skal annar presta Egilsstaðaprestakalls búa þar og hafa sérstakar skyldur við Seyðisfjarðarsókn. Afgreiðslu var frestað.

17. mál var afgreitt með breytingartillögu þar sem kirkjuþing ályktar að fela kirkjuráð að kynna vel tillögur að breyttum starfsreglum.
Í kynningu skal gefa kost á að fjalla um þrjá mismunandi valkosti:
a) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi
b) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi hjá leikmönnum, en þrjú kjördæmi vígðra
c) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi en eina kjördeild leikra og vígðra

Meðfylgjandi verði útreikningar á atkvæðavægi þessara valkosta.

Lagt er til að frambjóðandi til kirkjuþings þurfi ekki að afla meðmælenda.

Kirkjuráð leggi fram endanlegar tillögur að starfsreglum um kjör til kirkjuþings á kirkjuþingi 2012.

Þingfundi var frestað til kl. 15.