Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

34. mál, breyting á rekstrarkostnaði prestsembætta

Gunnlaugur Stefánsson mælti fyrir 34. máli, Tillögu að starfsreglum um breyting á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa nr. 819/1999

Hér er lagt til að greiðslur vegna embættiskostnaðar verði skertar sem liður í niðurskurði. Mest skerðist hjá stærstu prestsembættunum þar sem gert er ráð fyrir að þar sé iðulega skrifstofuaðstaða sem sóknarnefnd leggur til. Framsögumaður greindi frá því að rætt hefði verið við stéttarfélag presta um málið.

Í umræðu voru gerðar athugasemdir við forsendur mismunandi skerðingar eftir stærð prestakalla. Þar er til dæmis ekki gert ráð fyrir því að prestar í minni prestaköllum sitji einnig í prestssetri með góðri leigu og þurfi ekki að sjá sér fyrir húsnæði. Því væri réttara að hafa skerðingu jafna. Ekki voru allir sammála þessu.

Annar rökstuðningur varðandi tölvubúnað var einnig gagnrýndur. Farið var fram á endurútreikninga og skýrari upplýsingar um þær tölur sem liggja að baki.

Málinu vísað til annarrar umræðu og fjárhagsnefndar.