Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Íbúðabyggð að Hálsi í Fnjóskatal

Solveig Lára Guðmundsdóttir flutti 33. mál, Tillaga til þingsályktunar um skipulagningu íbúabyggðar í landi Háls í Fnjóskadal. Þar er kirkjuþingi falið beina því til kirkjuráðs að leita eftir samstarfi við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um að skipuleggja íbúabyggð í landi Háls í Fnjóskadal. Arði sem af slíku myndi hljótast yrði varið til uppbyggingar Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn. Minnt var á að á síðasta þingi hafi sömu þingmenn lagt fram tillögu um að afrakstur seldra eigna kirkjunnar rynni til eflingar kirkjustarfs.

Í framsögu kom fram mikilvægi þess að byggja upp kirkjumiðstöðina við Vestmannsvatn sem er í nokkurri niðurníðslu.
Í umræðu kom framstuðningur við tillöguna og var sérstaklega litið til nauðsynjar þess að styðja við Vestmannsvatn. Hins vegar þurfi að skoða sérstaklega hvort kostnaður sem fylgi tillögunni sé of mikill og hagnaður sjái seint. Svo þurfi þjóðkirkjan að endurheimta það svæði sem lagt var til skógræktar ríkisins, Vaglaskóg.

Málinu vísað til annarrar umræðu og fjárhagsnefndar.