Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Samtal, tengsl og trúnaður

Tillaga um samskiptastefnu þjóðkirkjunnar var lögð fram á kirkjuþingi í dag. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mælti fyrir stefnunni.

Í stefnunni kemur fram sýn á þjóðkirkjuna sem lifandi hreyfingu fólks sem á samleið í trúnni á Jesú Krist, sem vettvang samtals um trú og lífsgildi, sem nærverandi og opna kirkju sem sem hvílir á stoðum trúar, hugrekkis og vonar og gefur fólki færi á að íhuga og iðka trú.

Samskipti kirkjunnar, í sóknum, prófastsdæmum og um land allt, miðla sýn á trú, samfélag og manneskju. Þau felast í samtali sem leiðir til tengsla og trúnaðar milli kirkju og þjóðar.

Samskipti kirkjunnar eru verkefni alls starfsfólks hennar. Mikilvægt er að efla vitund alls starfsfólks, biskupa, presta, djákna, forstöðumanna stofnana, talsmanna, upplýsingafulltrúa, kjörinna fulltrúa og sjálfboðaliða, um stöðu, ábyrgð og áhrif þeirra og um mikilvægi samskipta inn á við og út á við sem hluta af starfi þeirra og veita þeim viðeigandi þjálfun.

Málið var samþykkt samhljóða og vísað til frekari umfjöllunar í allsherjarnefnd.