Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is
Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is
Hér er hægt að skoða fréttir frá fyrri Kirkjuþingum. Fréttir af Kirkjuþingi núverndi árs birtast hinsvegar á forsíðu vefsins.
3. mál, skýrslur þjóðmálanefndar og framtíðarhóps kirkjuþings var sent til allsherjarnefndar.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 17.57
Við upphaf þingfundar fór fram kosning í nefndir og trúnaðarstörf á kirkjuþingi 2011.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 17.36
Skýrsla um fjármál kirkjunnar var afgreidd til annarrar umræðu í dag og send til umfjöllunar í Fjárhagsnefnd.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 17.34
Sóknargjöld hafa lækkað miklu meira að raungildi en nemur almennri skerðingu og samdrætti á fjárveitingum til ríkisaðila frá 2008 sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í ávarpi við setningu kirkjuþings í dag.
Árni Svanur Daníelsson, 12/11 2011 17.28
Fyrri umræðu um 1. mál, skýrslu kirkjuráðs, er lokið. Málinu er vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 16.08
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræðideildar, flutti erindi við setningu kirkjuþings og bar það nafnið: Kirkjan og kynferðisofbeldi. Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram? Hún lagði þar áherslu á tækifæri kirkjunnar til að að umbreyta ofbeldismenningu samfélagsins í friðarmenningu. Þetta eigi hún að gera með forvarnarstarfi í barna og æskulýðsstarfinu þar sem talað er án vandkvæða um öruggt og réttlætanlegt kynlíf sem byggist á jafningjatengslum, óyggjandi samþykki og jákvæðri afstöðu til líkamans.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 13.30
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, tilkynnti í ávarpi við upphaf kirkjuþings í morgun að hann hyggðist láta af embætti næsta sumar.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 10.36
Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, lagði áherslu á hlutverk kirkjunnar í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og hlutverk réttarríkis í setningarræðu sinni við upphaf kirkjuþings í morgun.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 12/11 2011 10.33
„Það er þjóðkirkjunni mikil og knýjandi nauðsyn að hlýða á rödd æskunnar og leiða hana til aukinna áhrifa í öllu kirkjulegu starfi,“ sagði Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, við setningu kirkjuþings unga fólksins í Grensáskirkju í morgun.
Árni Svanur Daníelsson, 11/11 2011 11.15
Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 12. nóvember. Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, flytur setningarræðu og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flytja ávörp. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands flytur erindið „Kirkjan og kynferðisofbeldi Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram?“
Árni Svanur Daníelsson, 09/11 2011 12.29
Þingmálafundur í 6. kjördæmi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi verður haldinn á Löngumýri í Skagafirði laugardaginn 5. nóvember 2011 og hefst kl. 16.
Guðmundur Þór Guðmundsson, 01/11 2011 19.12
Kirkjuþing 2011 verður sett í Grensáskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 9:00
Guðrún Finnbjarnardóttir, 17/10 2011 11.44
Ákveðnir hafa verið þingmálafundir fyrir kirkjuþing 2011 í sjö kjördæmum. Þeir verða haldnir sem hér segir:
Guðmundur Þór Guðmundsson, 16/9 2011 15.24
Þingsályktun um viðbrögð við niðurstöðum rannsóknarnefndar kirkjuþings var samþykkt samhljóða á kirkjuþingi í dag. Þingið kaus jafnframt fimm manna nefnd úr hópi kirkjuþingsfulltrúa til að undirbúa frekari úrbætur á þessu sviði fyrir komandi kirkjuþing að hausti.
Árni Svanur Daníelsson, 14/6 2011 15.42
Hér liggur fyrir kirkjuþingi niðurstaða Rannsóknarnefndar kirkjuþings, ítarleg úttekt á sorgarsögu sem varpað hefur dimmum skugga yfir kirkjuna okkar.
Karl Sigurbjörnsson, 14/6 2011 12.41