Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Kirkjuþing unga fólksins, laugardaginn 20. maí á Biskupsstofu

kirkjuþing unga fólksins 2Laugardaginn 20. maí, fór fram á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Kirkjuþing Unga Fólksins. Þar leiddi biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir helgistund og forseti Kirkjuþings, Magnús E. Kristjánsson setti þingið.

Á þinginu voru samankomin ungmenni úr öllum prófastsdæmum, frá KFUM/KFUK og ÆSKÞ, en hlutverk þingsins er að gefa ungu fólki tækifæri til að móta framtíð kirkjunnar sinnar.

Forseti þings var kosin Hafdís Ósk Baldursdóttir, en hún kemur úr Reykjavíkur prófastsdæmi vestra.

Fjögur mál voru á dagsskrá þingsins, 

  1. Farskóli Leiðtogaefna,
  2. Samræmt námsskeið fyrir nýtt starfsfólk í æskulýðsstarfi Kirkjunnar,
  3. Viðbót við umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar
  4. Nefnd um endurskoðun á æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar.

Síðan samþykkti þingið 5.mál á dagsskrá, en það fjallar um styrkingu á stöðu fulltrúa kirkjuþings unga fólksins með því að sá fái atkvæðisrétt á Kirkjuþingi.

Allar tillögur fengu brautargengi og voru sendar áfram í nefndarvinnu sem þátttakendur á þinginu unnu í fram eftir degi.

Fundargerð og gögn af þinginu má finna hér á vefsíðu kirkjuþings.