Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Nefndadagur á kirkjuþingi

Kirkjuþing 2016 var sett laugardaginn 5. nóvember sl. Fyrstu starfsdagar kirkjuþingsins hafa verið langir og að kvöldi mánudagsins 7. nóvember var fyrri umræðu lokið um þau 25 mál sem eru á dagskrá þingsins.

Áður en málin eru tekin fyrir í síðari umræðu og afgreidd frá þinginu fjalla nefndir kirkjuþings um þau. Þingnefndirnar sem fá málin til umfjöllunar eru þrjár, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Nefndadagur kirkjuþingsins er í dag, þriðjudaginn 8.  nóvember.

Kirkjuþingi er heimilt að fresta fundum sínum í allt að sex mánuði ef tiltekin mál þurfa meiri umræðu og skoðun. Reiknað er með að síðari umræða um nokkur mál fari fram síðar og að kirkjuþingi verði því frestað fram til vors 2017 og málin verði afgreidd þá.

Málaskrá kirkjuþings má nálgast hér: http://kirkjuthing.is/malaskra/

Myndir frá  kirkjuþingi má finna hér: https://www.flickr.com/photos/kirkjan/albums/72157672577457864