Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Kirkjuþingi lokið í bili

Málefni er varða sálmabók, skírnarfræðslu, samkirkjumál og æskulýðsstarf voru meðal tillagna sem afgreiddar voru af kirkjuþingi sem lauk í dag. Alls voru 25 mál á dagskrá þingsins og 17 þeirra voru afgreidd í kjölfar síðari umræðu. Önnur mál bíða annarrar umræðu, sem fara mun fram á framhaldsfundi kirkjuþings snemma á nýju ári.

Forseti kirkjuþings áréttaði í setningarávarpi sínu hvert hlutverk kirkjuþings er og sagði m.a.: „Okkar hlutverk er að setja kirkjustarfinu ramma sem stuðlar að góðu og öflugu starfi hjá sóknum kirkjunnar út um allt land. Þar fer hið mikilvæga starf fram. Okkar er að hlúa að því og hlusta á fólkið sem þar sinnir safnaðarstarfi.“

Í samræmi við orð forseta fjölluðu mikill hluti mála kirkjuþings um skipulag starfs þjóðkirkjunnar.

Þau mál sem bíða síðari umræðu og afgreiðslu þingsins eru m.a. tillaga að nýjum þjóðkirkjulögum, breyting á starfsreglum um kjör til kirkjuþings, breyting á starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, breyting á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta og breyting á starfsreglum um kirkjutónlist.

Gerðir kirkjuþings og málaskrá má nálgast hér: http://kirkjuthing.is/malaskra/