Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Kirkjuþingi 2015 var slitið í dag

Kirkjuþingi 2015 var slitið í dag. Þingið afgreiddi 2. mál þingsins um fjármál þjóðkirkjunnar, þ.m.t. ársreikninga sjóða og Þjóðkirkjunnar. Þingið samþykkti að vísa tillögu að breytingum á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000 í 19. máli til löggjafarnefndar þingsins sem leggi fram tillögur að starfsreglum um kirkjuráð og Biskupsstofu fram á kirkjuþingi 2016.
Einnig samþykkti þingið breytingar á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta í 20. máli en um var að ræða tæknilegar breytingar fyrst og fremst.
Þá samþykkti þingið áframhaldandi heimild til kaupa og sölu tiltekinna fasteigna kirkjumálasjóðs í 21. máli. Kirkjuþing samþykkti í 22. máli ályktun þar sem tekið er undir þá ályktun aðalfundar Prestafélags Íslands frá 12. apríl 2016 að lögum um helgidagafrið verði viðhaldið. Kirkjuþing beindi því jafnframt til Alþingis að endurskoða heildarlöggjöfina en tryggja um leið að markmið hennar haldi gildi sínu.