Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Kirkjuþing var haldið í Neskirkju dag

Kirkjuþing fundaði í Neskirkju í dag. Sex mál voru afgreidd á þinginu.

Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar var afgreidd (2. mál).

Þingið sameinaði þrjú mál í eitt og samþykkti að skipa fimm manna starfshóp til að vinna að stefnumótun þjóðkirkjunnar (5., 14. og 18. mál). Í nefndina voru skipuð:

Guðrún Karls Helgudóttir formaður
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir
Steindór Haraldsson
Þórunn Júlíusdóttir
Þorgrímur G. Daníelsson

Þingið samþykkti ályktun um að lýsa yfir stuðningi við framkomið frumvarp á Alþingi um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (32. mál).

Umfjöllun um viðaukasamning við Samkomulag ísl. ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 var frestað til kirkjuþings 2015.

Kirkjuþingi var slitið í lok þingfundar. Þingið kemur næst saman í haust.