Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

Kirkjuþing

Ríki og kirkja þurfa að virkja samtakamátt þjóðarinnar

Fulltrúar ríkisvalds og kirkju eiga samleið á mörgum sviðum, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, í ávarpi við setningu kirkjuþings í morgun. Hún sagði að ríki og kirkja þyrftu að vinna vel til að virkja samtakamátt þjóðarinnar, byggja upp traust, velvilja og von.

Hún ræddi um skerðingu á sóknargjöldum sem hafa verið skert verulega á undanförnum árum. Hún sagði að ekki væri hægt að leiðrétta hana í einu skrefi, en gert væri ráð fyrir að sóknargjöld hækkuðu um 65 milljónir umfram verðlag í fjárlögum næsta árs.

Hún gerði einnig grein fyrir því að skipaður yrði starfshópur til að fara yfir fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Sigríður Anna Þórðardóttir mun leiða starf hópsins. Ráðherra lýsti þeim vilja sínum að það næðist góð niðurstaða sem treysti samskipti ríkis og kirkju og tryggði sjálfbærni í fjármálum kirkjunnar.

Hún þakkaði jafnframt það framlag þjóðkirkjunnar sem felst í söfnun fyrir línuhraðli á Landspítalanum og fagnaði því skrefi sem var stigið þegar kona var valin biskup.

Lesa ræðuna.

Hlusta á ræðuna.

Myndir frá kirkjuþingi.