Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007 (Hríseyjarprestak. lagt niður)

Mál númer: 
7
Ár: 
2013

1. gr.
Hríseyjarprestakall, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi verði lagt niður.

2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 59. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlist gildi 1. desember 2013.

Athugasemdir við tillögu þessa
Á kirkjuþingi 2012 var samþykkt að draga til baka sameiningu Hríseyjar- og Möðruvallaprestakalla, þannig að Hríseyjarprestakall var endurreist. Gert er ráð fyrir að hið endurreista Hríseyjarprestakall falli niður við starfslok núverandi sóknarprests og að sóknir prestakallsins falli þá til Möðruvallaprestakalls. Um var að ræða eins konar neyðarráðstöfun vegna sérstakra og ófyrirséðra aðstæðna sem upp komu við gildistöku og innleiðingu sameiningar Hríseyjar- og Möðruvallaprestakalla, eins og fram kom á kirkjuþinginu í mars 2013.
Með því að draga sameiningu Hríseyjar- og Möðruvallaprestakalla til baka var prestaköllum fjölgað um eitt. Það felur í sér viðbótarútgjöld upp á a.m.k 9-10 millj. á ári umfram það sem áætlað hefur verið, enda búið að kynna það að Möðruvallaprestakall verði auglýst frá og með 1. desember nk.

Fyrir liggur að verja þarf miklu fé til endurbóta á prestsbústaðnum í Hrísey.

Verði tillaga þessi samþykkt á kirkjuþingi í haust er ljóst að greiða þarf fráfarandi sóknarpresti laun í eitt ár, sbr. 34. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og jafnframt haldi viðkomandi prestsbústaðnum á óbreyttum kjörum sama tíma óski hann þess.

Biskupafundur hefur ákveðið að auglýsa Möðruvallaprestakall frá og með 1. desember nk. Skipun sóknarprests er ákvörðun sem getur hugsanlega staðið um áratuga skeið. Að óbreyttu fá sóknir Hríseyjarprestakalls ekki að taka þátt í því vali. Það getur valdið mikilli óánægju fari svo að sóknarprestur í Hrísey fari þaðan.

Tillaga um niðurlagningu myndi leiða til þess að sóknirnar í Hrísey fengju að taka þátt í vali á sóknarpresti Möðruvallaprestakalls og væntanlega myndi það skapa meiri sátt á svæðinu.

Höfundur: 
Ásbjörn Jónsson

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið