Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun um stjórnsýslu þjóðkirkjunnar

Mál númer: 
29
Ár: 
2013

Kirkjuþing 2013 ályktar að kjósa þriggja manna starfshóp til að vinna tillögu að stefnumótun um stjórnsýslu þjóðkirkjunnar. Tillaga hópsins verði lögð fyrir síðari hluta kirkjuþings 2013.

Greinargerð.
Með þessari tillögu er lagt til að starfshópur vinni undirbúningsvinnu og tillögu um með hvaða hætti stjórnsýsla þjóðkirkjunnar, hinn veraldlegi hluti hennar, geti farið í stefnumótun. Þjóðkirkjan er hvorki venjuleg stofnun né fyrirtæki, þess vegna þarf að undirbúa stefnumótunina með sérstöðu hennar í huga.
Ef stefnumótun er ekki stunduð er hætta á að starfsfólk og stjórnendur stefni ekki alltaf í sömu átt og taki jafnvel handahófskenndar ákvarðanir. Stefnuleysi getur stórskaðað afkomu þjóðkirkjunnar. Ef áfram heldur sem horfir verður þjóðkirkjan orðin eignalaus í náinni framtíð. Án skýrrar markmiðasetningar er hætta á að teknar séu ákvarðanir sem eru í raun í andstöðu við hin raunverulegu markmið, sem allir eru þó sammála um.
Megin viðfangsefni stefnumótunar felast í að skilgreina starfsemi og grundvöll til framtíðar, hver sé viðeigandi þróun í ljósi þess og hver markmiðin séu og hvernig eigi að ná þeim. Enn fremur að fastmóta það skipulag sem þjónar best skilgreindri stefnu og starfsemi og skilgreina ábyrgð til samræmis. Grundvöllur stefnumótunarvinnunnar er vönduð og heildstæð greining á núverandi stöðu með hliðsjón af bæði innri og ytri áhrifaþáttum.

Breytingar í efnahagsmálum og samfélaginu öllu kalla á viðbrögð stjórnenda og nýja nálgun. Þeir þurfa m.a. að átta sig á því hvernig best sé að halda eða styrkja stöðu þeirra starfseininga sem þeir bera ábyrgð á, miðað við breyttar aðstæður.
• Mótun á heildarstefnu þjóðkirkjunnar (hlutverk, framtíðarsýn, gildi, áherslur)
• Gildagrunduð stefnumótun
• Skipulagning út frá árangurseiningum og ábyrgð
• Árangursstjórnun
• Stefnuáætlanagerð
Stefnumótun er öllum eiginleg og í mörgum tilvikum ómeðvituð. Þjóðkirkjan er sífellt að breyta og bregðast við aðstæðum. Slíkar breytingar taka hins vegar ekki alltaf mið af heildarmyndinni og því getur staða kirkjunnar versnað smám saman með tímanum ef staðan er ekki endurmetin í heild reglulega. Stefna samhæfir ólíka þætti í starfsemi kirkjunnar, hjálpar stjórnendum að taka réttar ákvarðanir og leiðir til þess að betri ákvarðanir verði teknar með því að horft er til allra átta. Síðast en ekki síst stuðlar hún að því að þjóðkirkjan skilgreini með skýrum hætti sérstöðu sína og stöðu bæði fyrir sig, fólkið sitt og í raun þjóðina alla. Beini svo markvisst kröftum að því sem skilar mestum árangri til lengri tíma.
Fyrir utan markvissa stjórnun þar sem allir róa í sömu átt, gæti komið út úr stefnumótun t.d. innkaupasamlag þjóðkirkjunnar. Þar gætu sóknir, prestaköll, prófastsdæmi og allt stjórnkerfið haft með sér innkaupasamlag um kaup á allri vöru og þjónustu sem þau kaupa. Með þessu gæti kirkjan látið gera sér tilboð um nánast allt sem hana vanhagar um. Trúlega sparnaður upp á tugi milljóna, ef ekki meira.

Höfundur: 
Steindór R. Haraldsson
SkjölStærð
29. mál kirkjuþing 2013 Fylgiskjal .pdf150.92 KB

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið