Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga til þingsályktunar um auglýsingar prestsembætta

Mál númer: 
28
Ár: 
2013

Kirkjuþing 2013 ályktar að leggja til við biskup Íslands að embætti presta verði að jafnaði auglýst laus til umsóknar 1. mars og valnefndir ljúki vali fyrir 1. maí. Prestar taki við embætti sínu 1. ágúst.
Þau embætti sem þannig verða laus má ýmist auglýsa 15. maí og búa svo um að niðurstaða valnefndar verði kunn 15. júlí hið síðasta eða auglýsa þau laus til afleysingar, þar til auglýst verður 1. mars.

Greinargerð.
Tillagan er hugsuð til hagræðingar fyrir Biskupsstofu, umsækjendur, sóknarnefndir og sóknarbörn.
Nýr prestur tekur við embætti í tíma til að skipuleggja vetrarstarfið.
Sé viðkomandi þegar í öðru embætti, gefst honum tóm til að ljúka við að spyrja börn og ferma þau og leiða vetrarstarf til lykta. Presti og söfnuði gefst þannig tækifæri til að kveðjast og líta fram á veginn auk þess að meta það sem unnið er.
Bagalegt getur verið að tómarúm verði þegar prestur hverfur frá til annarra starfa fyrirvaralítið , á miðju starfstímabili, og að jafnvel verði bið á því að afleysing fáist þar til ráðið hefur verið til embættis að nýju. Stundum veit enginn hversu langt þetta biðtímabil á eftir að verða.
Í þeim tilvikum, þar sem prestur lætur af embætti sökum aldurs, veikist, deyr í embætti eða hættir án fyrirvara, skal sama tilhögun ráða. Embættið verður ekki auglýst fyrir en 1. mars og nýr prestur tekur við 1. ágúst, en kallinu verði þjónað í aukaþjónustu eða af afleysingarpresti til 1. ágúst.

Höfundur: 
Steindór R. Haraldsson

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið