Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um presta nr. 1110/2011 (sóknarprestsembætti sé fullt starfshlutfall)

Mál númer: 
27
Ár: 
2013

1. gr.
1.gr. starfsreglnanna hljóði svo:

Almennt
1. gr.
a) Prestsembættið skiptist í starf sóknarprests, héraðsprests, sérþjónustuprests og prests. Sú skipting er byggð á lögum og starfsreglum kirkjunnar og varðar starfssvið og ábyrgð einungis.
b) Starf sóknarprests skal að öllu jöfnu vera 100% starfshlutfall. Gera má undantekningu á þessari reglu ef um afleysingu sóknarprests, allt að þrem mánuðum, er að ræða.
2. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við tillögur þessar:

Staða sókna um landið er mjög ólík, að stærð og gerð. Samkvæmt núverandi skipan er sóknin grunneining þjóðkirkjunnar og hornsteinn hennar. Þessi tillaga er sett fram til að standa vörð um þessa undirstöðu. Tilhneiging er í þá átt að skera niður allt sem hönd á festir. Það er hins vegar ekki gott ef molað er úr undirstöðunni . Hætta er á að ef starf sóknarprests verður gert að hlutastarfi muni safnaðarstarfið, sem við þekkjum í dag, breytast verulega. Fólk sem býr við þær aðstæður mun ekki sjá ástæðu til að vera skráð í þjóðkirkjuna. Líkleg þróun hjá sókn sem hefur sóknarprest í hlutastarfi er að hún fái ekki prestinn til að setjast að í sókninni. Sú safnaðarskipan í dreifbýlinu sem við þekkjum í dag er að sóknarprestur búi á meðal sóknarbarna sinna.

Höfundur: 
Steindór R. Haraldsson

Umræða

Starf eða embætti, búseta !

Hér þarf að benda á að þegar rætt er um embætti þá er ekki rætt um starfshlutfall, hins vegar er ætti erindisbréf að kveða á um hverjar skyldur viðkomandi embættismanns eru. Ef breyta á þeim skilningi eða stöðu presta sem embættismanna þá verður það ekki gert með ofangreindri tillögu, töluvert meira þarf að koma til. Hugsjónin er góð að huga að þörfum þeirra sem sinna þjónustunni. Það er hins vegar nauðsyn að skoða þjónustuna á hverjum stað með opnum huga. Ef barnastarf er það sem mikilvægast er þá er ekki endilega víst að embættismaður í sóknarprestsembætti sé besta lausnin. Einnig má benda á að ef skilgreiningin verður sú að prestsembætti verða störf þá er hægt að ræða um starfshlutfall og af leiðir að endurskoða þarf störf þeirra sem sinna embættum sem krefjast vinnustunda langt umfram 100%.

Annað hvað búsetu varðar þá er það einfalt mál að hver svo sem vinnuskyldan er þá er það aðeins prestssetur sem getur tryggt búsetu prestsins á einhverjum ákveðnum stað. En ég sé að til umfjöllunar

Guðbjörg Jóhannesdóttir

Heilt eða hálft embætti

Kæra Guðbjörg. Það er verulega ánæjulegt að sjá að þú notar vefinn eins og ráð var fyrir gert að hann virkaði, takk fyrir það. Vissulega er prestur embættismaður, en hingað til hefur verið talað um að hann sé líka í starfi. Prestar hafa verið settir í hlutastarf. Að vísu ekki sóknarprestar nema í mjög stuttan tíma, vegna t.d. sumarleyfa. Við hér í mínu prestakalli höfum þó þurft að sæta því að sóknarprestur sé settur í hluta starf til lengri tíma. Prestar og sóknarprestar eru báðir embættismenn. Ég sé ekki hvernig ég get talað um hálft embætti ég er ekki viss um að það sé til. Hvað varðar að finna einhvern annan en sóknarprestinn í t.d. barnastarf þá virkar það ekki úti á landi, þar þarf sóknarpresturinn að geta sinnt öllum aldurshópum. Hugsunin að leysa þetta með samstarfssvæðum er einfaldlega of dýr. Allur ímyndaður sparnaður brennur upp í aksturskostnaði, þess vegna eru umrædd samstarfssvæði sýnd veiði en ekki gefin og ekki hugsuð til enda.

Með mikilli vinsemd,
Steindór Haraldsson

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið