Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga til þingsályktunar um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa

Mál númer: 
26
Ár: 
2013

Kirkjuþing 2013 ályktar að nefnd sú sem kosin var á kirkjuþingi 2012 til að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa starfi áfram og skili tillögum til kirkjuþings að vori 2013.

Greinargerð.
Á 49. kirkjuþingi 2012 var kjörin nefnd til að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.
Í nefndina voru kjörin sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, og kirkjuþingsmennirnir Margrét Björnsdóttir, Pétur Björgvin Þorsteinsson og Steindór Haraldsson.
Pétur Björgvin lét af störfum og flutti utan á tímabilinu, í hans stað var kjörinn
Birgir Styrmisson kirkjuþingsmaður. Margrét Björnsdóttir sagði sig úr nefndinni í októbermánuði 2013 og voru ekki tök á að kjósa annan fulltrúa í hennar stað.

Nefndin hefur ekki lokið við endurskoðun starfsreglnanna en leggur hér fram til umræðu eftirfarandi fjóra meginþætti sem nefndin er sammála um að beri að hafa í huga við endurskoðun starfsreglna um kjör biskups Íslands og vígslubiskupa:

A. Mikilvægi þess að tryggja gegnsæi og lýðræðislegt fyrirkomulag í biskupskosningum.
B. Jafna vægi atkvæða.
C. Biskupskandidatar þurfi tilnefningu kjörmanna. Lagt er til að tilnefningin sé 5% kjörmanna, þar af minnst 10 vígðir og 10 leikmenn.
D. Nefndin leggur til að fjöldi kjörmanna verði um 600.

a) Semja þarf siðareglur um kosningar innan þjóðkirkjunnar.

b) Tillögur um hvernig jafna megi atkvæðavægi
1) Binda ákveðinn fjölda kjörmanna við hvert prófastsdæmi.
Til er reiknilíkan (sjá fylgiskjal) til að velja á kirkjuþing sem gengur út frá núverandi prófastsdæmaskipan. Þetta er reikniregla sem búið er að samþykkja.

2) Binda atkvæðafjölda við prestaköll. Meginregla: Eitt prestakall hefur eitt atkvæði fyrir hvern starfandi prest. Að auki hefur hvert prestakall atkvæði leikmanns, hér kallað "kjörmannaatkvæði", sem fjölgar eftir stærð. Er þá miðað við fjölda sóknarbarna. Ákveða þarf fjölda sóknarbarna á bak við hvern kjörmann. 2000, 3000 eða 4000 sóknarbörn (sjá fylgiskjal).

3) Halda núverandi kerfi, þ.e. að hver sókn hafi atkvæði, en fjölga í stærri sóknum.

c) Trygga verður að Biskupskandidatar hafi bakland í þjóðkirkjunni.

d) Með þessum fjölda kjörmanna ætti að vera tryggt að allir sóknarnefndarformenn geti haldið nýfengnum kosningarétti sínum.

Höfundur: 
Steindór R. Haraldsson, Birgir Rafn Styrmisson
SkjölStærð
jóðkirkjan í tölum fskj með tillögum um biskupskjör.pdf260.48 KB

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið