Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga að starfsreglum um brotfall starfsreglna um þjóðmálanefnd nr. 1028/2007

Mál númer: 
20
Ár: 
2013

1. gr.
Starfsreglur um þjóðmálanefnd nr. 1028/2007 falla brott.

2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við tillögur þessar

Á fundi forsætisnefndar kirkjuþings þann 1. mars 2013, var lagt fram bréf sr. Baldurs Kristjánssonar, sóknarprests og kirkjuþingsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2013, þar sem fram kom að hann óski eftir að hætta í þjóðmálanefnd en hann hefur jafnframt gegnt stöðu formanns nefndarinnar. Nefndin starfar á grundvelli starfsreglna um þjóðmálanefnd nr. 1028/2007. Bréfið var kynnt á þingfundi kirkjuþings sem haldinn var 1. mars 2013 og lagt fram á skrifstofu kirkjuþings. Forsætisnefnd hefur rætt það að leggja það til að þjóðmálanefnd verði felld niður. Nefndin ákvað á fundi sínum þann 21. september 2013 að leggja fram á kirkjuþingi tillögu að starfsreglum um brottfall starfsreglna um þjóðmálanefnd og því er tillaga þessi flutt. Enginn kostnaður hlýst af tillögu þessari ef samþykkt verður heldur þvert á móti sparnaður þar sem kostnaður við nefndina sparast.

Um 1. gr.
Ákvæðið mælir formlega fyrir um að nefndin skuli falla brott.

Um 2. gr.
Lagt er til að starfsreglurnar taki gildi þegar í stað.

Höfundur: 
Forsætisnefnd

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið