Biskupsstofa
Laugavegi 31, 150 Rvk.
Sími 528 4000, fax 528 4098
kirkjan@kirkjan.is

Kirkjuþing
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Háaleitisbraut 66, 108 Rvk.
Sími 856 1542
kirkjuthing@kirkjuthing.is

Leiðarstýring

Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna

Mál númer: 
18
Ár: 
2013

Kirkjuþing 2013 heimilar sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs:

Suðurprófastsdæmi
1. Jörðin Kálfafellsstaður, Sveitarfélaginu Hornafirði
2. Jörðin Holt undir Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra
3. Jörðin Mosfell í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi
4. Brattahlíð 5, Hveragerði, Hveragerðisbæ
5. Túngata 20, Eyrarbakka, Árborg
6. Háaleiti, Þorlákshöfn, Ölfus
7. Jörðin Hraungerði og Voli, Flóahreppi

Kjalarnesprófastsdæmi
8. Ránargata 1, Grindavík
9. Keilisbraut 775 (Kapella ljóssins), Reykjanesbæ
10. Skagabraut 30, sveitarfélaginu Garði
11. Mosfell I, (íbúðarhús ásamt leigulóð) Mosfellsbæ
12. Tvær lóðir úr Mosfelli II, (Dalsgarður og Víðigerði) Mosfellsbæ

Vesturlandsprófastsdæmi
13. Laugarbraut 3, Akraneskaupstað
14. Staðarhóll, Hvanneyri, Borgarbyggð

Vestfjarðaprófastsdæmi
15. Spilda úr prestssetrinu á Reykhólum
16. Miðtún 12, Ísafirði, Ísafjarðarbæ
17. Jörðin Árnes I, Árneshreppi

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
18. Barmahlíð 7, Sauðárkróki
19. Eldri prestsbústaður í Glaumbæ í Skagafirði

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
20. Austurvegur 9, Hrísey, Akureyri

Austurlandsprófastsdæmi
21. Hraungarður 8, Eiðum,
22. Kolfreyjustaður, Fjarðabyggð

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
27. Laugavegur 31, Reykjavík

Heimildarákvæði um sölu fasteigna gilda fram að kirkjuþingi 2014.

Athugasemdir með tillögu þessari.
Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2013 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í þingskjalinu. Um sömu söluheimildir að ræða og samþykktar voru á kirkjuþingi 2013 að frátöldum þeim fasteignum sem seldar hafa verið á grundvelli söluheimilda kirkjuþings 2012. Þá er einnig líkt og á síðasta kirkjuþingi byggt á samþykktum starfsreglum í 13. máli kirkjuþings 2011 þar sem lagt er til að tileknum prestaköllum fylgi eftirleiðis ekki prestssetur. Söluheimildar er óskað á prestssetrum eingöngu til að geta mætt óskum sitjandi prests, ef til kæmi, um kaup á eigninni eða að hann óski eftir að leggja sjálfur til eigið íbúðarhúsnæði og að láta prestssetrið af hendi. Enn fremur komi til þess að viðkomandi prestsembætti losni.
Þau rök sem tilgreind eru fyrir sölu fasteigna koma fram í greinargerð með 10. máli kirkjuþings 2010 og eiga þau enn við í dag. Þar segir m.a. svo:
„Eignunum má skipta í flokka eftir því hvaða forsendur liggja til grundvallar beiðni kirkjuráðs.
Í fyrsta lagi er um að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt er að ekki verði not fyrir í þjónustu kirkjunnar og ekki sérstök önnur rök mæla með að þeim sé haldið í eigu kirkjunnar, svo sem vegna kirkju-, eða menningarsögulegra ástæðna. Einnig er kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignarhaldi að líkindum meiri en hugsanlegar tekjur af eignunum. Ólíklegt er talið að verðmæti eignanna muni hækka svo á næstu árum að það borgi sig að fresta sölu...
Í öðru lagi er um að ræða eignir sem ekki er lengur talin þörf fyrir í þjónustu kirkjunnar vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og þrengri fjárhags kirkjunnar. Þótt eignirnar skili viðunandi arðsemi þykir rétt að óska söluheimildar í því skyni að bjóða þær til sölu til að losa fé sem í þeim er bundið.
Í þriðja lagi er um að ræða þau prestssetur sem ... leggist af við starfslok prests eða að hann flytji í annað húsnæði í prestakallinu. ...Í þessum flokki eru einnig prestssetur í prestaköllum sem búið er að sameina öðrum og þar með að leggja niður annað prestssetrið í sameinaða prestakallinu.
Í fjórða lagi er um að ræða eignir sem fyrirsjáanlega verða ekki not fyrir í þjónustu kirkjunnar og þar sem kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignarhaldi er að líkindum meiri en hugsanlegar tekjur af eignunum. Ólíklegt er talið að verðmæti eignanna muni hækka svo á næstu árum að það borgi sig að fresta sölu. Eignarhald þessara eigna væri hugsanlegt að réttlæta með kirkju- eða menningarsögulegum ástæðum.”
Þær fasteignir sem seldar hafa verið samkvæmt söluheimild kirkjuþings frá 2012 eru: jörðin Kálfafellsstaður, Sveitarfélaginu Hornafirði, (57 millj. kr.)
Tröð 50 ha. jarðnæði, Skeiða- og Gnúpverjahreppi (15 millj.)
raðhús við Breiðbraut 672a, Reykjanesbæ, (18 millj.)
jörðin Borgarhóll, Akrahreppi, (10 millj. jörðin er í erfðaábúð og öll mannvirki í eigu ábúanda, því var eingöngu um að ræða sölu lands jarðarinnar).
Óskað er eftir heimild til að selja eldri prestsbústað á Glaumbæ í Skagafirði (1945) ásamt lóðarréttindum. Ekki er þörf fasteignar þessarar í þjónustu kirkjunnar þar eð reistur var nýr prestsbústaður í Glaumbæ árið 2003.
Fallið er frá beiðni um söluheimild á tveimur prestsbústöðum í Vestmannaeyjum þar eð kirkjuþing 2012 samþykkti að leggja skuli til sóknarpresti og presti í Vestmannaeyjum til prestsbústaði. Kirkjuþing 2011 hafði áður samþykkt að skylda til að leggja bústaðina niður yrði afnumin.

Höfundur: 
Kirkjuráð

Umræða

Rita ummæli

  • Vefslóðir og netföng breytast sjálfkrafa í tengla.
  • Leyfð HTML-mörk: <a> <em> <strong> <cite> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Línu- og málsgreinaskil eru sett inn sjálfkrafa.

Frekari upplýsingar um textasnið